Sigfús á ættir sínar að rekja til bæjarins til fyrsta manntals en Aníta er borgarstelpa sem elti ástina austur á land.
Þau tóku við bænum eftir að faðir Sigfúsar varð bráðkvaddur en bæði þurfa þau að vinna önnur störf samhliða til að ná endum saman. Oddur féll frá í apríl árið 2013 þegar Sigfús var sautján ára.
„Þetta var bara mjög óvænt, hann varð bara bráðkvaddur heima. Hann var aldrei að kvarta yfir hlutunum. Hann var af þeirri kynslóð,“ segir Sigfús.
„Öll fjölskyldan er mjög dugleg að tala um hann og því fæ ég að upplifa hann í gegnum þau,“ segir Aníta sem var ekki komin til sögunnar þegar Oddur fellur frá.
„Þetta var hörkukall og frábær bóndi. Þeir bræður líta virkilega upp til hans.“
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.