„Þetta var ótrúlega erfitt“ Hinrik Wöhler skrifar 15. maí 2024 21:15 John Andrews, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir 1-0 baráttusigur á liði Þróttar á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er annar sigur Víkinga á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. „Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira