FIFA íhugar að leyfa deildarleiki í öðrum löndum Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2024 15:29 Gianni Infantino hefur verið nýjungagjarn í starfi sínu sem forseti FIFA. Stephen McCarthy - FIFA / FIFA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA mun skipa stýrihóp til að rannsaka helstu kosti og galla þess að spila deildarleiki erlendis. Relevant Sports, skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum, er talinn mikill áhrifavaldur á ákvarðanatöku sambandsins. Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs. FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira
Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs.
FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira