Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2024 10:00 Katla og Mikael á Keflavíkurflugvelli í gær, himinlifandi yfir væntanlegri för til Cannes en samt með báða fætur á jörðinni. Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. „Þetta er svo súrrealískt,“ segja leikararnir sem ræddu við Vísi þegar þau voru stödd á Keflavíkurflugvelli í gær á leið í flug til Frakklands. Kvikmyndin verður sýnd í flokknum Official Selection, Un Certain Regard. Flokkurinn er í aðalkeppni hátíðarinnar og munu aðstandendur myndarinnar í dag ganga rauða dregilinn fyrir heimsfrumsýningu Ljósbrots. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Leikarar eru Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Rúnar Rúnarsson skrifar handrit myndarinnar, leikstýrir og framleiðir ásamt Heather Millard. Ekki hvaða föt sem er í boði „Ég veit ekki hvernig er best að lýsa þessu. Ég er að fara yfir það mörgum sinnum í hausnum á mér hverju ég hafi pakkað ofan í töskuna mína, mér leið eins og ég hefði verið í blakkáti þegar ég var að pakka,“ segir Katla hlæjandi. Að mörgu þarf að huga þegar það kemur að klæðnaðinum og það má alls ekki klæðast hverju sem er. Mikael segist hafa setið sveittur við að redda öllum réttum fötum síðustu daga. „Svo er maður búinn að vera: „Er þetta nógu gott eða er þetta skrítið? Katla tengir örugglega við þetta.“ „Jú jú ég var að redda mínu í morgun klukkan níu í morgun,“ svarar Katla hlæjandi. „Við hittumst klukkan ellefu til þess að fara upp á völl, ég hef aldrei svitnað jafn mikið á stuttum tíma held ég af því að ég var að reyna að redda þessu outfitti fyrir morgundaginn.“ Hún nefnir að í mörgum boðum á hátíðinni sé mikilvægt að mæta í svokölluðum black tie klæðnaði, sérlega formlegum klæðnaði eða sérstökum kokteilsboðsklæðnaði (e. cocktail attire). „Ég gúgglaði cocktail attire, af því að hver í andskotanum á að vita hvað það er?!?“ spyr Katla hlæjandi. „Og lýsingin var svo ömurleg! Lýsingin var: Ekki of fínt en ekki of kasjúal. Ég bara: Fyrirgefið, getið þið aðstoðað mig? Þannig að þetta svolítið gisk held ég,“ segir Katla sem þó veit að hún mun á einhverjum tímapunkti þurfa að klæðast hælum. „Konur þurfa að vera í síðkjól og hælum. Sem er yndislegt, ég er að fara að fótbrjóta mig. Þetta er rosa old school sko. Þetta er svo yndislegt, ég geng ekki um á hælum, geri aldrei, nema fyrir hlutverk en ég er með sex hælaskó með mér og eina strigaskó.“ Hrikalega þakklát „Það er kannski vert að nefna að við erum brjálæðislega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Mikael og Katla tekur hlæjandi undir. Þar hefur fatakvíðinn engin áhrif en bæði eru þau enn í leiklistarnámi, Katla á öðru ári en Mikael á því þriðja. „Ég er að útskrifast núna í júní og ég er einmitt í frumsýningarviku í útskriftarverkefninu mínu, niðrí Þjóðleikhúsi og ég fæ bara að vera í tæplega tvo sólarhringa, af því að svo er ég bara kominn í næstu frumsýningu,“ útskýrir Mikael. „Ég ætla að vera delulu alveg í góða viku sko,“ segir Katla hress í bragði. Persónur þeirra í myndinni eru hluti af vinahópi sem upplifa sáran missi. Þau segja myndina sannkallaða perlu og að það hafi verið rosalegt að fá að vinna með Rúnari Rúnarssyni og segjast sérstaklega þakklát að hafa fengið að sjá myndina áður en hún verður heimsfrumsýnd á Cannes í kvöld. Myndin er tekin upp á filmu og það er í fyrsta sinn sem leikararnir tveir hafa leikið í slíkri mynd. „Mín reynsla af því að mæta á frumsýningu og vera ekki búinn að sjá myndina er bara hryllileg, það er svitabað,“ segir Mikael léttur í bragði og Katla tekur undir. „Enda náðum við varla að njóta þegar við horfðum á hana í fyrsta skiptið, þannig ég held að við náum að njóta okkar betur í þetta skiptið, af því að við vorum lukkulega búin að fá að sjá hana.“ Cannes Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er svo súrrealískt,“ segja leikararnir sem ræddu við Vísi þegar þau voru stödd á Keflavíkurflugvelli í gær á leið í flug til Frakklands. Kvikmyndin verður sýnd í flokknum Official Selection, Un Certain Regard. Flokkurinn er í aðalkeppni hátíðarinnar og munu aðstandendur myndarinnar í dag ganga rauða dregilinn fyrir heimsfrumsýningu Ljósbrots. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Leikarar eru Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Rúnar Rúnarsson skrifar handrit myndarinnar, leikstýrir og framleiðir ásamt Heather Millard. Ekki hvaða föt sem er í boði „Ég veit ekki hvernig er best að lýsa þessu. Ég er að fara yfir það mörgum sinnum í hausnum á mér hverju ég hafi pakkað ofan í töskuna mína, mér leið eins og ég hefði verið í blakkáti þegar ég var að pakka,“ segir Katla hlæjandi. Að mörgu þarf að huga þegar það kemur að klæðnaðinum og það má alls ekki klæðast hverju sem er. Mikael segist hafa setið sveittur við að redda öllum réttum fötum síðustu daga. „Svo er maður búinn að vera: „Er þetta nógu gott eða er þetta skrítið? Katla tengir örugglega við þetta.“ „Jú jú ég var að redda mínu í morgun klukkan níu í morgun,“ svarar Katla hlæjandi. „Við hittumst klukkan ellefu til þess að fara upp á völl, ég hef aldrei svitnað jafn mikið á stuttum tíma held ég af því að ég var að reyna að redda þessu outfitti fyrir morgundaginn.“ Hún nefnir að í mörgum boðum á hátíðinni sé mikilvægt að mæta í svokölluðum black tie klæðnaði, sérlega formlegum klæðnaði eða sérstökum kokteilsboðsklæðnaði (e. cocktail attire). „Ég gúgglaði cocktail attire, af því að hver í andskotanum á að vita hvað það er?!?“ spyr Katla hlæjandi. „Og lýsingin var svo ömurleg! Lýsingin var: Ekki of fínt en ekki of kasjúal. Ég bara: Fyrirgefið, getið þið aðstoðað mig? Þannig að þetta svolítið gisk held ég,“ segir Katla sem þó veit að hún mun á einhverjum tímapunkti þurfa að klæðast hælum. „Konur þurfa að vera í síðkjól og hælum. Sem er yndislegt, ég er að fara að fótbrjóta mig. Þetta er rosa old school sko. Þetta er svo yndislegt, ég geng ekki um á hælum, geri aldrei, nema fyrir hlutverk en ég er með sex hælaskó með mér og eina strigaskó.“ Hrikalega þakklát „Það er kannski vert að nefna að við erum brjálæðislega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Mikael og Katla tekur hlæjandi undir. Þar hefur fatakvíðinn engin áhrif en bæði eru þau enn í leiklistarnámi, Katla á öðru ári en Mikael á því þriðja. „Ég er að útskrifast núna í júní og ég er einmitt í frumsýningarviku í útskriftarverkefninu mínu, niðrí Þjóðleikhúsi og ég fæ bara að vera í tæplega tvo sólarhringa, af því að svo er ég bara kominn í næstu frumsýningu,“ útskýrir Mikael. „Ég ætla að vera delulu alveg í góða viku sko,“ segir Katla hress í bragði. Persónur þeirra í myndinni eru hluti af vinahópi sem upplifa sáran missi. Þau segja myndina sannkallaða perlu og að það hafi verið rosalegt að fá að vinna með Rúnari Rúnarssyni og segjast sérstaklega þakklát að hafa fengið að sjá myndina áður en hún verður heimsfrumsýnd á Cannes í kvöld. Myndin er tekin upp á filmu og það er í fyrsta sinn sem leikararnir tveir hafa leikið í slíkri mynd. „Mín reynsla af því að mæta á frumsýningu og vera ekki búinn að sjá myndina er bara hryllileg, það er svitabað,“ segir Mikael léttur í bragði og Katla tekur undir. „Enda náðum við varla að njóta þegar við horfðum á hana í fyrsta skiptið, þannig ég held að við náum að njóta okkar betur í þetta skiptið, af því að við vorum lukkulega búin að fá að sjá hana.“
Cannes Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira