Garðbæingur á ímyndunarbömmer í Nígeríu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun