„Þægileg blanda af von og trega“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. maí 2024 11:30 Jonfri og Olafur Bjarki frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Gott og vel. Marieke Jensen & Nicolas Ipina „Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JónFrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel „Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við. Varð til í kaffipásu Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður. „Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki. Ólafur Bjarki og Jónfrí kynntust í nýsköpunarbransanum. Marieke Jensen & Nicolas Ipina Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian. „Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“ Jónfrí og Julian Civilian koma fram í Iðnó á föstudag. Yael BC Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JónFrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel „Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við. Varð til í kaffipásu Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður. „Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki. Ólafur Bjarki og Jónfrí kynntust í nýsköpunarbransanum. Marieke Jensen & Nicolas Ipina Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian. „Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“ Jónfrí og Julian Civilian koma fram í Iðnó á föstudag. Yael BC Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira