Ráðist á Steve Buscemi og hann fluttur á sjúkrahús Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 18:07 Steve Buscemi á glæstan leikaraferil að baki. getty Leikarinn Steve Buscemi varð fyrir fólskulegri árás í New York í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur í kjölfarið á sjúkrahús en virðist hafa komist hjá alvarlegum meiðslum. Samkvæmt blaðafulltrúa Buscemi var um að ræða „tilviljanakennt ofbeldisbrot“ af hálfu vegfaranda í Manhattan-hverfi New York. Lögreglan hefur birt myndir af hinum grunaða, sem klæddur var í bláan íþróttabol, dökkar buxur og dökka derhúfu. Lögreglan í New York birti þessar myndir af hinum grunaða. nypd Lögreglu barst tilkynning um hádegi í gær, þess efnis að 66 ára gamall maður hafi orðið fyrir hnefahöggi í andlit. Sá reyndist vera Buscemi. Hann var umsvifalaust færður á sjúkrahús með glóðarauga, mar og blóðhlaupið vinstra auga. „Steve Buscemi var fórnarlamb annarrar tilefnislausrar árásar í borginni,“ sagði í tilkynningu lögreglu en slíkt ofbeldi virðist hafa aukist undanfarið, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Þrátt fyrir það virðast tilkynningum um ofbeldi, á heildina litið, hafa farið lækkandi. „Hann er heill á húfi og þakkar fyrir batakveðjur, þrátt fyrir að það sé afskaplega sorglegt að þetta hafi hent hann, á göngu um götur New York,“ segir enn fremur í tilkynningu. Buscemi starfaði á árum áður sem slökkviliðsmaður í New York. Hann sneri sér síðar að leiklistinni og gerði garðinn frægan í þáttaröðum á borð við Broadwalk Empire, sem hann hlaut Golden globe-verðlaun fyrir, og kvikmyndi rá borð við Reservoir Dogs, Fargo og The Big Lebowski. Hollywood Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Samkvæmt blaðafulltrúa Buscemi var um að ræða „tilviljanakennt ofbeldisbrot“ af hálfu vegfaranda í Manhattan-hverfi New York. Lögreglan hefur birt myndir af hinum grunaða, sem klæddur var í bláan íþróttabol, dökkar buxur og dökka derhúfu. Lögreglan í New York birti þessar myndir af hinum grunaða. nypd Lögreglu barst tilkynning um hádegi í gær, þess efnis að 66 ára gamall maður hafi orðið fyrir hnefahöggi í andlit. Sá reyndist vera Buscemi. Hann var umsvifalaust færður á sjúkrahús með glóðarauga, mar og blóðhlaupið vinstra auga. „Steve Buscemi var fórnarlamb annarrar tilefnislausrar árásar í borginni,“ sagði í tilkynningu lögreglu en slíkt ofbeldi virðist hafa aukist undanfarið, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Þrátt fyrir það virðast tilkynningum um ofbeldi, á heildina litið, hafa farið lækkandi. „Hann er heill á húfi og þakkar fyrir batakveðjur, þrátt fyrir að það sé afskaplega sorglegt að þetta hafi hent hann, á göngu um götur New York,“ segir enn fremur í tilkynningu. Buscemi starfaði á árum áður sem slökkviliðsmaður í New York. Hann sneri sér síðar að leiklistinni og gerði garðinn frægan í þáttaröðum á borð við Broadwalk Empire, sem hann hlaut Golden globe-verðlaun fyrir, og kvikmyndi rá borð við Reservoir Dogs, Fargo og The Big Lebowski.
Hollywood Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira