Saka Casemiro um leti: „Hreyfðu fæturna á þér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2024 14:31 Casemiro vill eflaust gleyma síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United sem fyrst. getty/Simon Stacpoole Tvær Manchester United-hetjur sökuðu Brasilíumanninn Casemiro um leti í leiknum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31
Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00