Arteta hælir Ten Hag og vonast til að hann haldi áfram Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:01 Mikel Arteta og Erik ten Hag hafa verið í afar ólíkum málum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en eiga báðir möguleika á að ljúka leiktíðinni með titli. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að skáka Erik ten Hag í dag til að halda í við Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ten Hag berst hins vegar fyrir lífi sínu sem stjóri Manchester United. United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik. Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30