Lífið

Fylgjast frekar með Falastinvision í mót­mæla­skyni

Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Daníel Þór Bjarnason einn skipuleggjenda samkomunnar.
Daníel Þór Bjarnason einn skipuleggjenda samkomunnar. vísir

Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 

Viðburðurinn fer fram í kvöld í Bió Paradís, þar sem fólk hittist til að fylgjast með söngvakeppni sem fer einnig fram í Malmö, og er ætlað að vekja athygli á málefnum Palestínu og fagna palestínskri menningu.

Bashar Murad, sem lenti í öðru sæti í söngvakeppni sjónvarpsins hér á landi, tekur þátt í keppninni. 

„Við tókum eftir ákalli eftir sniðgöngu á hinni keppninni sem er í gangi í Malmö í kvöld. Það lá beinast við að búa til vettvang fyrir fólk til að hittast og njóta kvöldsins saman. Búa til einhvern annan viðburð til að hafa fleiri möguleika,“ segir Daníel Þór Bjarnason félagi í Íslandi-Palestínu og einn skipuleggjenda.

Ætlunin er því að sniðganga Eurovision sem fer fram á sama tíma í kvöld.

„Búa til samverustund fyrir fólk sem hefur hingað til sagt sína skoðun. Bæði með því að mæta á mótmæli og sniðganga ákveðin fyrirtæki. Við erum mjög þakklát Bíó paradís að leyfa okkur að sitja hérna inni hjá þeim og njóta saman.“

Spurður út í áhrif sniðgöngu segir Daníel Þór hana hafa tilætluð áhrif.

„Það er friðsælasta leiðin til að mótmæla, að nota veskið og láta ákvarðanir tala.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.