Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:01 Andri Lucas Guðjohnsen var léttur í bragði eftir sigurinn í gær og tók við sætabrauði frá liðsstjóra sínum. @LyngbyBoldklub Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára. Danski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára.
Danski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira