Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:01 Andri Lucas Guðjohnsen var léttur í bragði eftir sigurinn í gær og tók við sætabrauði frá liðsstjóra sínum. @LyngbyBoldklub Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára. Danski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára.
Danski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira