Sá besti ekki búinn að segja sitt síðasta orð Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 09:28 Nikola Jokic sækir gegn Naz Reid í Minneapolis í nótt. AP/Abbie Parr Nikola Jokic var í aðalhlutverki þegar meistarar Denver Nuggets náðu sínum fyrsta sigri í einvíginu við Minnesota Timberwolves með 117-90 sigri í nótt. Indiana Pacers minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við New York Knicks. Með sigrinum í nótt minnkaði Denver muninn í 2-1 í einvígi sínu við Minnesota, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Michael Malone, þjálfari Denver, nýtti sér það að margir virtust telja að Denver væri búið að vera, til að hvetja sína menn áfram, og það virtist duga vel. "I had an edit made... of every talking head in this country saying that the series is over, the Nuggets are done, it's a wrap. ... If that doesn’t resonate within you as a competitor I don’t know what will.”Coach Malone's message entering Game 3 🔊 pic.twitter.com/4M9xzkfMCc— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Jokic var í vikunni valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn og fagnaði því með 24 stigum, 14 fráköstum og níu stoðsendingum. Kanadamaðurinn Jamal Murray bætti við 24 stigum. „Við spiluðum mikið einfaldari leik núna. Við vorum árásargjarnari en þeir. Ég held að það sé það sem breytti leiknum,“ sagði Jokic sáttur með svar Denver eftir fyrstu tvö töpin. Liðið náði mest 34 stiga forskoti í leiknum og hafði algjöra yfirburði í nótt en næsti leikur er á mánudaginn og þarf að vinna fjóra leiki. Naumur fyrsti sigur Indiana Í hinum leik gærkvöldsins náði Indiana að vinna 111-106 sigur gegn New York og forðast það að lenda 3-0 undir. Kanadamaðurinn Andrew Nembhard var óvænt hetja Pacers en hann setti niður þriggja stiga skot þegar sautján sekúndur voru eftir og kom sínum mönnum yfir. BRUNSON CLUTCH TRIPLE.NEMBHARD WITH THE ANSWER 🗣️ pic.twitter.com/lp1rTwWgWv— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Tyrese Haliburton skoraði 35 stig fyrir Indiana og Donte DiVincenzo gerði slíkt hið sama fyrir New York. Indiana getur jafnað einvígið á heimavelli á sunnudaginn. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Með sigrinum í nótt minnkaði Denver muninn í 2-1 í einvígi sínu við Minnesota, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Michael Malone, þjálfari Denver, nýtti sér það að margir virtust telja að Denver væri búið að vera, til að hvetja sína menn áfram, og það virtist duga vel. "I had an edit made... of every talking head in this country saying that the series is over, the Nuggets are done, it's a wrap. ... If that doesn’t resonate within you as a competitor I don’t know what will.”Coach Malone's message entering Game 3 🔊 pic.twitter.com/4M9xzkfMCc— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Jokic var í vikunni valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn og fagnaði því með 24 stigum, 14 fráköstum og níu stoðsendingum. Kanadamaðurinn Jamal Murray bætti við 24 stigum. „Við spiluðum mikið einfaldari leik núna. Við vorum árásargjarnari en þeir. Ég held að það sé það sem breytti leiknum,“ sagði Jokic sáttur með svar Denver eftir fyrstu tvö töpin. Liðið náði mest 34 stiga forskoti í leiknum og hafði algjöra yfirburði í nótt en næsti leikur er á mánudaginn og þarf að vinna fjóra leiki. Naumur fyrsti sigur Indiana Í hinum leik gærkvöldsins náði Indiana að vinna 111-106 sigur gegn New York og forðast það að lenda 3-0 undir. Kanadamaðurinn Andrew Nembhard var óvænt hetja Pacers en hann setti niður þriggja stiga skot þegar sautján sekúndur voru eftir og kom sínum mönnum yfir. BRUNSON CLUTCH TRIPLE.NEMBHARD WITH THE ANSWER 🗣️ pic.twitter.com/lp1rTwWgWv— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Tyrese Haliburton skoraði 35 stig fyrir Indiana og Donte DiVincenzo gerði slíkt hið sama fyrir New York. Indiana getur jafnað einvígið á heimavelli á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira