Eru fjölmiðlar vísvitandi að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar? Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 10. maí 2024 09:30 Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar