Íslenski boltinn

Bláa flautan hjálpar bæði for­eldrum og þjálfurum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Már Eggertsson ræðir hér við ungar Þróttarastelpur.
Andri Már Eggertsson ræðir hér við ungar Þróttarastelpur. Stöð 2 Sport

Sumarmótin í fótboltanum eru farin af stað. Stöð 2 Sport heldur áfram að heimsækja krakkamótin í sumar alveg eins og síðustu ár. Það var byrjað á því að fara í Víkina, heimavöll hamingjunnar.

Hið árlega Cheerios-mót Víkings í knattspyrnu fór fram helgina 4. til 5. maí síðastliðinn. Andri Már Eggertsson er umsjónarmaður þáttarins um Sumarmótin og  hann var mættur í Fossvoginn með myndavél og míkrófón.

Cheerios-mótið hefur farið fram árlega síðustu ár og á því keppa börn í sjötta, sjöunda og áttunda flokki, í fimm manna liðum sem raðað var eftir styrkleikaflokkum. 2600 krakkar tóku þátt í mótinu, rúmlega fimmtíu félög og alls 450 lið.

Andri Már Eggertsson með bláu flautuna.Stöð 2 Sport

Gleðin var við völd í Víkinni og hér fyrir neðan má sjá allan þáttinn þar sem ungir knattspyrnuiðkendur léku listir sínar á Cheerios-mótinu. Andri Már tekur þar viðtöl við krakkana sjálfa, mótshaldara, sýnir flott tilþrif úr leikjum og forvitnast um hvernig mót sem þetta fer fram. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan.

Andri komst meðal annars því sem Víkingar gera til að hjálpa óreyndari dómurum á mótinu.

„Meðal dómara á Cheerios-mótinu eru iðkendur í þriðja og fjórða flokki karla og kvenna hjá Víkingi. Þau eru aðgreind með svona blárri flautu því þá vita foreldrar og þjálfarar að þetta eru dómarar í þjálfun. Þetta er ekkert ósvipað því og vera í æfingaakstri og vera með skilti í bílnum því öll þurfum við að byrja einhvers staðar,“ sagði Andri Már Eggertsson og sýndi bláu flautuna.

Klippa: Sumarmótin 1: Cheerios mót Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×