Baldur fýkur ekki eftir vindi Hjördís Rut Sigurjónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun