Hugleiðingar í aðdraganda kosninga Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2024 12:32 Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun