Taka bóluefni AstraZeneca úr sölu vegna dvínandi eftirspurnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 11:20 Bóluefni AstraZeneca var meðal annars gefið á Íslandi þegar bólusetningar gegn Covid-19 hófust árið 2021. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið AstraZeneca hefur ákveðið að innkalla bóluefni sitt gegn Covid-19 vegna dvínandi eftirspurnar á heimsvísu. Fyrirtækið var áður hætt að framleiða og dreifa bóluefninu sem var eitt það fyrsta sem var þróað gegn veirunni skæðu. Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira