Svakalega erfitt en stórkostlegt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 10:30 Hera var himinlifandi þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram. Sarah Louise Bennett/EBU Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. „Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“ Bítið Eurovision Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
„Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“
Bítið Eurovision Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira