Svakalega erfitt en stórkostlegt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 10:30 Hera var himinlifandi þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram. Sarah Louise Bennett/EBU Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. „Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“ Bítið Eurovision Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
„Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“
Bítið Eurovision Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira