Stolni gullhnöttur Maradona boðinn upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 12:32 Diego Maradona með verðlaun sín sem besti leikmaður HM í Mexíkó 1986. Þessi gullhnöttur verður nú boðinn upp. Getty/Jean-Jacques BERNIER Það er í tísku að bjóða upp muni sem eru tengdir knattspyrnugoðinu Diego Armando Maradona og nú berast fréttir af öðru slíku uppboði. Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024 Andlát Diegos Maradona Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024
Andlát Diegos Maradona Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira