Á vef Veðurstofunni segir að hiti verði á bilinu fjögur til tíu stig yfir daginn.
„Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun og áfram bjart með köflum. Hlýnar lítillega. Annað kvöld snýst í hægt vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp með dálítilli rigningu sunnan- og vestanlands.
Suðaustan 5-13 m/s á föstudag og rigning með köflum í flestum landshlutum, þó síst um landið norðaustanvert. Milt í veðri,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (uppstigningardagur): Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og bjart með köflum, en líkur á stöku skúrum norðvestantil. Hiti 5 til 11 stig yfir daginn. Gengur í austan 8-15 sunnantil um kvöldið og þykknar upp með dálítilli vætu.
Á föstudag: Suðaustan og austan 5-13 og rigning eða súld með köflum, einkum sunnanlands. Hiti 5 til 13 stig.
Á laugardag: Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil rigning á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið undir kvöld. Hiti 4 til 11 stig yfir daginn.
Á mánudag og þriðjudag: Breytileg átt og dálitlar skúrir, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið.