„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:31 Finnur Freyr íbygginn á hliðarlínunni Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. „Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“ Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
„Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“
Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira