„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 7. maí 2024 15:22 Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir. Vísir/Vilhelm Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“ Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu