Stjörnur tímabilsins í Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:01 Hefðbundin deildarkeppni í Bestu deild karla er hálfnuð. Fyrri umferðinni í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta er lokið. Af því tilefni valdi Vísir tíu stjörnur tímabilsins til þessa. Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar. Besta deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar.
Besta deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira