Forest í bullandi fallhættu vegna bulls í fjármálum Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 12:30 Callum Hudson-Odoi og félagar í Nottingham Forest væru búnir að gera nóg til að halda sér uppi, ef ekki væri fyrir refsingu vegna brota á fjármálareglum. Getty/Jon Hobley Áfrýjun enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest bar ekki árangur og nú er ljóst að félagið þarf að sætta sig við fjögurra stiga refsinguna sem liðið hlaut, í ensku úrvalsdeildinni. Forest hlaut dóm sinn um miðjan mars en ákvað að áfrýja honum í von um að missa ekki stigin fjögur. Það var aðeins annar sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Forest var refsað fyrir að brjóta reglur ensku úrvalsdeildarinnar um fjárhagslegt aðhald, með taprekstri sem var 34,5 milljónum punda meiri en leyfilegt var að mati óháðrar aganefndar. Samkvæmt reglum deildarinnar mega félög tapa samtals 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, eða 35 milljónum punda á leiktíð. Forest lék hins vegar í næstefstu deild þar til liðið komst upp í úrvalsdeild 2022, og að mati nefndarinnar hefði félagið því að hámarki mátt tapa 61 milljón punda á árunum þremur fram til 2023. Tapið nam hins vegar 95 milljónum punda. Síðustu leikirnir í fallbaráttunni: Nott. Forest (29 stig, -18 mörk): Chelsea (h), Burnley (ú). Luton (26 stig, -29 mörk): West Ham (ú), Fulham (h). Burnley (24 stig, -35 mörk): Tottenham (ú), Nottingham Forest (h). Sheffield United er fallið og tvö lið til viðbótar falla. Forest er ekki eina liðið sem refsað hefur verið í vetur vegna brota á fjármálareglunum því samtals hafa átta stig verið dregin af stigafjölda Everton vegna slíkra brota. Everton er hins vegar búið að bjarga sér frá falli, í 15. sæti með 37 stig eða 11 stigum frá fallsæti, en væri í 13. sæti ef stigin hefðu ekki verið tekin af liðinu. Forest er núna með 29 stig og væri að sama skapi öruggt um áframhaldandi veru í efstu deild ef ekki væri fyrir fjögurra stiga refsinguna. Niðurstaðan gefur bæði Luton (26 stig) og Burnley (24 stig) von um að komast úr fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Forest er með langbestu markatöluna af þessum þremur liðum. Enski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Forest hlaut dóm sinn um miðjan mars en ákvað að áfrýja honum í von um að missa ekki stigin fjögur. Það var aðeins annar sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Forest var refsað fyrir að brjóta reglur ensku úrvalsdeildarinnar um fjárhagslegt aðhald, með taprekstri sem var 34,5 milljónum punda meiri en leyfilegt var að mati óháðrar aganefndar. Samkvæmt reglum deildarinnar mega félög tapa samtals 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, eða 35 milljónum punda á leiktíð. Forest lék hins vegar í næstefstu deild þar til liðið komst upp í úrvalsdeild 2022, og að mati nefndarinnar hefði félagið því að hámarki mátt tapa 61 milljón punda á árunum þremur fram til 2023. Tapið nam hins vegar 95 milljónum punda. Síðustu leikirnir í fallbaráttunni: Nott. Forest (29 stig, -18 mörk): Chelsea (h), Burnley (ú). Luton (26 stig, -29 mörk): West Ham (ú), Fulham (h). Burnley (24 stig, -35 mörk): Tottenham (ú), Nottingham Forest (h). Sheffield United er fallið og tvö lið til viðbótar falla. Forest er ekki eina liðið sem refsað hefur verið í vetur vegna brota á fjármálareglunum því samtals hafa átta stig verið dregin af stigafjölda Everton vegna slíkra brota. Everton er hins vegar búið að bjarga sér frá falli, í 15. sæti með 37 stig eða 11 stigum frá fallsæti, en væri í 13. sæti ef stigin hefðu ekki verið tekin af liðinu. Forest er núna með 29 stig og væri að sama skapi öruggt um áframhaldandi veru í efstu deild ef ekki væri fyrir fjögurra stiga refsinguna. Niðurstaðan gefur bæði Luton (26 stig) og Burnley (24 stig) von um að komast úr fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Forest er með langbestu markatöluna af þessum þremur liðum.
Síðustu leikirnir í fallbaráttunni: Nott. Forest (29 stig, -18 mörk): Chelsea (h), Burnley (ú). Luton (26 stig, -29 mörk): West Ham (ú), Fulham (h). Burnley (24 stig, -35 mörk): Tottenham (ú), Nottingham Forest (h). Sheffield United er fallið og tvö lið til viðbótar falla.
Enski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira