Vatnstjónið vísar Stólum til Akureyrar Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 13:01 Hugrún Pálsdóttir og liðsfélagar hennar í Tindastóli geta ekki spilað á heimavelli sínum sem stendur. Eins og sjá má hefur völlurinn bólgnað upp og skemmst á vissum stöðum. Samsett/Vilhelm/skagafjordur.is Óvíst er hvenær Tindastóll getur leikið heimaleiki að nýju á gervigrasvelli sínum á Sauðárkróki vegna mikilla skemmda sem urðu á vellinum í vatnsveðri í apríl. Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn. Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn.
Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira