Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:44 Séra Guðrún er sóknarprestur í Grafarvogskirkju og séra Guðmundur Karl er sóknarprestur í Lindakirkju. Fréttastofa tók púlsinn á þeim báðum í kvöld. Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45