Freyr nærri kraftaverki: „Þetta var fokking taugatrekkjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 12:05 Freyr Alexandersson á þrátt fyrir allt fína möguleika á að halda Kortrijk uppi í efstu deild, sem virtist útilokað um áramót. Getty/Nico Vereecken Eftir tvo sigra í röð á Kortrijk, undir stjórn Freys Alexanderssonar, von um að framkalla kraftaverk með því að halda sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“ Belgíski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“
Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild.
Belgíski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira