Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa yfir 20 skjálftar mælst á svæðinu síðan þá. Klukkan 21:16 varð annar skjálfti sem mældist 3,2 að stærð.
Samskonar skjálftahrina reið yfir vikuna 12. til 18. febrúr á sama svæði. Þá mældust um hundrað skjálftar, sá stærsti 3,5 að stærð.
Í Facebook-færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að skjálftavirkni hafi farið vaxandi síðustu daga á Reykjanesskaga og sé þetta önnur skjálftahrinan sem gengur yfir við Eldey á nokkrum dögum. Allt sé þetta til marks um aukna spennu á svæðinu öllu samhliða því sem kvikusöfnun og landris á sér stað í Svartsengi.