„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 20:08 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. „Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sjá meira