Leuven vann leikinn 3-1 eftir að hafa lent undir rétt fyrir hálfleik.
Kelvin Yeboah kom Standard Liege í 1-0 á 43. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Youssef Maziz jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og Nachon Nsingi kom Leuven yfir á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Jóni Degi.
Joren Dom skoraði síðan þriðja markið á 90. mínútu leiksins.
Þetta er sjöunda stoðsendingin hjá Jóni á tímabilinu en hann hefur sjálfur skorað fjögur mörk.
Sigurinn þýðir að Leuven er fjórum stigum á undan Standard Liege í fjórða sæti í úrslitakeppni um sæti í Sambandsdeildinni.