Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 13:38 Kosið var til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Vísir/Vilhelm Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. „Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“ Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“
Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00
Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10
Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33