Kyrie kann að loka einvígum og Dallas sló loksins út Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 09:30 Kyrie Irving fagnar í sigri Dallas Mavericks. Hann fór í gang í seinni hálfleik og kláraði einvígið á móti Clippers. AP/Mark J. Terrill Dallas Mavericks varð í nótt fjórða og síðasta liðið í Vesturdeildinni til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en við fáum aftur á móti oddaleik í síðasta einvíginu austan megin. Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024 NBA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024
NBA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira