Clattenburg hættur og segist hafa verið skotmark sérfræðinga Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 23:00 Clattenburg í stúkunni á leik Nottingham Forest og Liverpool fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty Mark Clattenburg hefur sagt upp störfum sem dómararáðgjafi hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Lið Forest fékk á sig kæru í dag vega yfirlýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var ráðinn til Nottingham Forest í febrúar sem ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Hann var sá fyrsti til að vera ráðinn í slíkt starf hjá liði í deildinni og var ekki lengi að koma sér í fréttirnar. Nottingham Forest hefur látið fyrir sér fara í umræðu um dómara og eftir tap liðsins gegn Everton á Goodison Park var myndbandsdómarinn Stuart Atwell sakaður um að vera aðdáandi Luton sem á í harðri fallbaráttu við lið Forest. Sögðu þeir Atwell hafa sleppt því að dæma augljósar vítaspyrnur sem Forest átti að fá í leiknum. Í dag birtist síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem greint var frá afsögn Mark Clattenburg. Þar segir hann að hann hafi tekið starfið að sér í góðri trú og í þeirri von að reynsla hann myndi nýtast liði Nottingham Forest í að öðlast hvernig ákvarðanir í leikjum eru teknar á lykilaugnablikum. „Hins vegar er það augljóst að ráðgjafastörf mín hafa orsakað núning á milli Nottingham Forest og annarra aðila. Ágreiningurinn hefur skapað vandræði fyrir Nottingham Forest frekar en að hjálpa félaginu og ég gerðu að skotmarki af ákveðnum aðilum og sérfræðingum,“ er haft eftir Clattenburg í yfirlýsingu Forest. Félagið, knattspyrnustjórinn og leikmaður kærðir „Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum og finnst þau miður, sérstaklega í því ljósi að ég tel þörf fyrir starf eins og þetta í knattspyrnunni. Ég er þakklátur Nottingham Forest fyrir tækifærið og óska þeim alls hins besta,“ var ennfremur haft eftir Clattenburg. Eftir að yfirlýsing Forest var gefin út var tilkynnt að enska knattspyrnusambandið hefði lagt fram kæru gagnvart Nottingham Forest vegna yfirlýsingu félagsins varðandi störf Stuart Atwell í umræddum leik Nottingham Forest og Everton. Knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og bakvörðuinn Neco Williams voru einnig kærðir vegna ummæala þeirra eftir leik og þá fékk Clattenburg viðvörun. Félagið hefur til 9. maí til að svara fyrir gjörðir sínar. Enski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var ráðinn til Nottingham Forest í febrúar sem ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Hann var sá fyrsti til að vera ráðinn í slíkt starf hjá liði í deildinni og var ekki lengi að koma sér í fréttirnar. Nottingham Forest hefur látið fyrir sér fara í umræðu um dómara og eftir tap liðsins gegn Everton á Goodison Park var myndbandsdómarinn Stuart Atwell sakaður um að vera aðdáandi Luton sem á í harðri fallbaráttu við lið Forest. Sögðu þeir Atwell hafa sleppt því að dæma augljósar vítaspyrnur sem Forest átti að fá í leiknum. Í dag birtist síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem greint var frá afsögn Mark Clattenburg. Þar segir hann að hann hafi tekið starfið að sér í góðri trú og í þeirri von að reynsla hann myndi nýtast liði Nottingham Forest í að öðlast hvernig ákvarðanir í leikjum eru teknar á lykilaugnablikum. „Hins vegar er það augljóst að ráðgjafastörf mín hafa orsakað núning á milli Nottingham Forest og annarra aðila. Ágreiningurinn hefur skapað vandræði fyrir Nottingham Forest frekar en að hjálpa félaginu og ég gerðu að skotmarki af ákveðnum aðilum og sérfræðingum,“ er haft eftir Clattenburg í yfirlýsingu Forest. Félagið, knattspyrnustjórinn og leikmaður kærðir „Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum og finnst þau miður, sérstaklega í því ljósi að ég tel þörf fyrir starf eins og þetta í knattspyrnunni. Ég er þakklátur Nottingham Forest fyrir tækifærið og óska þeim alls hins besta,“ var ennfremur haft eftir Clattenburg. Eftir að yfirlýsing Forest var gefin út var tilkynnt að enska knattspyrnusambandið hefði lagt fram kæru gagnvart Nottingham Forest vegna yfirlýsingu félagsins varðandi störf Stuart Atwell í umræddum leik Nottingham Forest og Everton. Knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og bakvörðuinn Neco Williams voru einnig kærðir vegna ummæala þeirra eftir leik og þá fékk Clattenburg viðvörun. Félagið hefur til 9. maí til að svara fyrir gjörðir sínar.
Enski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti