Sérfræðingar rýna í Bakgarðshlaupið: „Endamarkið er í hausnum á þér“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. maí 2024 15:33 Bakgarðshlaupið fer fram um helgina með tilheyrandi spennu og eftirvæntingu hlaupaáhugafólks. Um helgina er Bakgarðshlaup náttúruhlaupa haldið og er spennan mikil. Það má segja að keppnin hafi aldrei verið svona sterk og eru flest af stærstu stjörnum Bakgarðshlaupsins að mæta til leiks, má þar nefna þau Mari Jaersk og Þorleif Þorleifsson. Elísa Kristinsdóttir sem lenti í öðru sæti í síðustu keppni í vetur mætir sterk til leik um helgina eftir mikinn undirbúning. Flóki Halldórsson sem lenti í þriðja sæti í síðustu keppni lætur sig ekki vanta en hann er einn okkar reynslumesti Bakgarðshlaupari. Auk þess mun Jivee frá Filipseyjum mæta til leiks, en hann hljóp 80 hringi í fyrra, eða 536 kílómetra. Fleiri nöfn eru á listanum fyrir hlaup helginnar; Eyjamaðurinn Friðrik Benediktsson, Andri Guðmundsson, Sif Sumarliðadóttur, Rúna Rut og Margrét Jónsdóttir. Vísir fékk nokkrar stórstjörnur úr hlaupaheiminum til að rýna aðeins í hlaupið um helgina: Hildur Aðalsteinsdóttir ofurhlaupari Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup til fylgjast með? Bakgarðurinn er skemmtilega uppsett að því leiti að það gerir auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með, þú getur áætlað hvenær keppendur klára hringinn og verið mættur á hliðarlínuna til að hvetja þau áfram. Það er líka gott aðgengi að keppendum á meðan þau hlaupa, svo þú getur tekið göngutúr og hvatt þau einnig á meðan keppni stendur. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum? Ég hef tekið þátt í bæði og get sagt að munurinn er töluverður. Ef ég byrja almennt þá þarftu að vera með sterkan haus í Ultra og Bakgarðshlaupum, andlega þarftu að vera tilbúin að gefa líkama og sál í hlaupið. Það hefur sýnt sig að ef þú ert með sterkan haus og háan sársaukaþröskuld þá getur þú komið sjálfum þér á óvart og farið lengra en þú bjóst við. Því á einhverjum tímapunkti í hlaupinu verður þetta vont og þú þarft að geta litið fram hjá því og haldið áfram. Bakgarðurinn er þægilegt og öruggt í þeim skilningi að þú hleypur 6.7 km hring og ert síðan komin í mark, þú kemst í dótið þitt og hittir aðstoðarmann eftir hvern hring. Þú hleypur með vinum þínum án þess beint að vera keppa við þá, allir með sama markmið að komast eins langt og það getur. Það sem tekur held ég mest á í Bakgarðinum er stoppið á milli hringja, þú þarft að passa að kólna ekki niður, ná að hvíla þig og borða fyrir næsta hring. Svo stoppinn á milli geta verið krefjandi en ef þú ert með góðan aðstoðarmann sem skiptir lykilmáli þá ertu í góðum málum. Í fjalla/ultra hlaupum á Íslandi t.d. Hengill 100 km eða mílur, Súlur 100 km eða önnur fjallahlaup erlendis, hlauparar í slíku hlaupum þurfa að fara upp brattar brekkur, tæknileg niðurhlaup og hlaup eru oft í grýttu undirlagi í hvaða veðri sem er og tíma sólarhrings. Síðan getur verið ansi einmanalegt þar sem þú hittir kannski engan hlaupara í langan tíma. Þú kemst einu sinni til tvisvar sinnum í drop off pokann þinn og hittir kannski aðstoðarmann þinn tvisvar ef þú ert svo heppinn að vera með slíkan. Það sem þú græðir á fjallahlaupum er að þú hleypur aldrei sömu vegalengdina svo þú ert alltaf að sjá eitthvað nýtt, getur stoppað þegar þú vilt til að borða og sofa en auðvitað eru líka tímamörk. Í Ultra hlaupi þá velur þú hvaða vegalengd þú vilt fara og þarft að ná í mark. Í Bakgarðinum ertu kannski með einhverja hugmynd um hversu marga hringi þú vilt fara en veist samt ekki hvað líkaminn mun gefa þér þann daginn. Hver heldur þú að vinni hlaupið um helgina?Stórt er spurt! Keppnin í ár er ansi sterk. Af íslensku keppendum eiga Þorleifur (50) Mary (43) og síðan Elísa (37) flesta hringi. Síðan er Jivee Tolentino frá Filippseyjum sem á (81) hring. Líklega munu þau hlaupa lengst en maður veit aldrei það er það skemmtilega við keppnina. Eins og hefur sýnt sig þá hefur keppendur sem hafa kannski aldrei hlaupið meira en 50 km endað á að hlaupa 200 km í keppni svo það gæti vel verið að það fari svo um helgina. Er einhver keppandi sem þú heldur að muni koma á óvart? Ég hef fylgst með undirbúningstímabili hjá mörgum fyrir keppni í gegnum Strava og Instagram. Það eru margir búnir að æfa vel og eru tilbúin til að fara langt í keppninni. Hef trú á Rúnu Rut sem á í dag 24 hringi held hún fari yfir 30 hringi og síðan hef ég fylgst með Margréti Jónsdóttir, held hún nái líka 30+ hringjum. Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðinn: Að hætta og ná ekki markmiðinu sínu. Það er svo margt sem getur komið upp á í löngum hlaupum og það er allt sárt að ná ekki sínum markmiðum. Horfðir þú á heimildarmynd um ofurkonu hana Mari? Já ég horfði, hjartnæm mynd af hugrakkri hlaupakonu. Mæli með að allir gefi sér tíma í að horfa á !! Ósk Gunnarsdóttir, ofurhlaupari og útvarpskona á FM957 Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup?Það er ekkert annað þessu líkt. Að fylgjast með fólki hlaupa í sólahring jafnvel í nokkra daga er bara sturluð skemmtun og hrikalega spennandi! Það er hreinlega bara smá Survivor stemning í þessu og ekkert endilega þeir sem að eru í besta forminu sem vinna heldur þeir sem eru með sterkasta hausinn. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum?Stóri munurinn er vissulega sá að í ultra hlaupi hvort sem það er 55km eða 160km þá veistu lengdina fyrirfram og setur upp ákveðið plan í hausnum með það. En í bakgarðinum setur fólk sér oft markmið en í raun hver og einn að eiga sitt hlaup og sína vegalengd. Enginn veit í rauninni hvað hann fer langt fyrr en þetta hefst. Það er alltaf stóra spurninginn með dagsformið t.d. segjum sem svo að einhver setji sér markmið upp á 35 hringi (234 km) en ef það eru bara tveir hlauparar eftir og sá sem er með þér hættir í hring 32 þá þarft þú að klára keppni í 33 þó svo að þitt markmið og stefna hafi verið að fara lengra. Annar stór munur er að í ultra hlaupum ferðu oftast frá punkti A til B og þar er endamark. Í bakgarðinum ertu að hlaupa sama hringinn aftur og aftur, stígandi í sama pollinn þrjátíu sinnum sem getur tekið vel á. Það er ekkert endamark í bakgarðinum - endamarkið er í hausnum á þér. Hver heldurðu að vinni hlaupið um helgina? Vá þetta er alltof erfið spurning en ég held að við séum að fara að horfa á mest spennandi Bakgarðshlaupið hingað til. Það eru svo margir hlauparar í þessari senu svo gríðarlega sterkir. Minn one to watch listi um helgina er auðvitað ofurhausinn Mari Jarsk, Jivee hlaupalegend frá Írlandi mun líka sína hvað í sér býr, Elísa mun ná lengra en síðast en svo eru nöfn eins og Andri Guðmundsson og Margrét Th. Jónsdóttir sem eiga eftir að stimpla sig inn held ég, ég er mjög svo spennt að sjá hvað þau tækla marga hringi. Hvað heldurðu að það verði hlaupið lengi í hlaupinu um helgina?Þetta verður lengsta hlaupið hingað til giska ég á. Íslandsmetið er 50 hringir en ég held að það verði slegið og einhverjir detti í 60 hringi svo það er til mánudagskvölds ca. Það er auðvitað sturlað en þetta lið sem er að taka þátt núna og standið á þeim er rosalegt!Jiive er ekki buin að bóka sér gistingu hér á landi fyrr en á miða heyrði ég, veit svo sem ekkert með það, en hey! það gæti allt hreinlega gerst í þessu. Er einhver sem þú heldur að muni koma á óvart? Við vitum hvað Mari og Elísa til dæmis geta en ég held að Andri Guðmunds muni stimpla sig inn í Bakgarðssenuna í þessu hlaupi Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðshlaupið? Að mínu mati er það fyrsta nóttin, enda hætti ég þar en um leið og myrkrið kom varð allt þúsund sinnum erfiðara. Horfðir þú á Mari, heimildarmyndina á Stöð 2 um ofurhlauparann Mari? Auðvitað horfði ég á hana og búin að horfa á hana tvisvar núna. Fór á frumsýninguna í fullum sal af fólki svo ég hélt haus en í annað skiptið grenjaði ég vel. Nei sko ég þekki nú þessa mögnuðu konu og kynntist henni í Bakgarðinum í fyrra. Hún var ekki bara að keppa sitt hlaup hún tók alla með sér. Þegar fólk í hennar nánasta hring var að bugast í brautinni leiddi hún þau bókstaflega og kom þeim í gegnum sín markmið. Eftir að hafa upplifað það og sjá hversu mögnuð manneskja hún er þá er hún klárlega mín fyrirmynd i bakgarðs senunni! Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari og eigandi UltraForm. Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup (til að fylgjast með)? Mjög góð spurning, ég hugsa að það sé sennilega tengt því að allir geta farið nokkra Bakgarðshringi sem grípur þá áhuga hjá fólki og svo er alltaf eitthvað við það að sjá útfærslur, þjáningi og gleðina sem fylgir þessari keppni. Að fara svona langt út fyrir þægindaramann vekur einnig alltaf áhuga fólks og Mari er auðvitað sjónvarpsstjarna og gleðibomba í dag sem fólk vill ekki missa af. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum?Bakgarðurinn er í raun mun öruggara og aðgengilegra hlaup en ultra hlaup þar sem þú veist hringinn, þú veist drykkjarstöðina, þú stjórnar alveg hraða og ákefð og getur auðveldlega breytt klæðnaði í takt við veður og vinda. Ultrahlaupið er oft með meiri ákefð, ef þú stefnir á tíma eða keppir um sæti, meiri hraða og hærri púls sem þýðir oft að meiri líkur séu að hlutir geti farið úrskeiðis. Maginn, orkuleysi, baráttan við veður, undirlag, brekkur o.fl. Margt af þessu getur vissulega komið fram í Bakgarðshlaupi en það gerist oft öðruvísi. Hver heldurðu að vinni hlaupið um helgina?Ef Mari finnur gleðina og hleypur sína keppni þá er hún mjög sigurstrangleg en Þorleifur og Jivee eru mjög öflugir ásamt fleirum. Spurning hvernig Jivee tæklar íslenskar aðstæður. Hvað heldurðu að það verði hlaupið lengi í hlaupinu um helgina? Ég ætla að skjóta á 60-65 hringi í þetta skiptið og giska á að 4-5 einstaklingar brjóti 40 tíma múrinn. Er einhver sem þú heldur að muni koma á óvart?Andri Guðmundsson mun fara langt ef hann verður í góðum gír og ég tel að tvær stúlkur, fyrir utan Mari, fara 33 plús klst. Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðshlaupið? Svefnleysið dregur rosalega mikið úr manni líkamlega jafnt sem andlega, það verður til þess að endurheimtarferlið verður verra og verra og upp koma líkamlegir verkir samhliða andlegri bugun sem oft getur leytt til mótmæla í næringu og jafnvel drykkjar. Þegar þangað er komið er oft stutt eftir. Horfðir þú á Mari, heimildarmyndina á Stöð 2 um ofurhlauparann Mari? Að sjálfsögðu sat ég á fremsta bekki á forsýningu og dáðist að persónuni um leið og ég sá hliðar af henni sem ég hafði ekki séð áður. Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson, ofurhlauparar og hlaðvarpsstjórnendur Út að hlaupa Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup (til að fylgjast með)? Bakgarðurinn er vinsæll áhorfs af nokkrum ástæðum. Fólk er spennt og kannski óvant því að sjá hversu lengi fólk endist að hlaupa og svo er líka auðvelt að fylgjast með þegar fólkið sem tekur þátt kemur alltaf á sama stað eftir hvern hring. Þá er mjög gaman að sjá hversu mismunandi aðferðir keppendur nota í næringu, hvíld og strategíu. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum?Munurinn er helst sá að þú ert að reyna að keppast um að hætta ekki. Í ultra-hlaupi er vegalengdin ákveðin fyrirfram og fólk keppir í að vera fyrst að klára. En í bakgarðinum skiptir kannski ekki máli hversu hratt þú ferð, heldur hversu lengi þú endist að hlaupa sama hringinn aftur og aftur, stundum í marga daga! Hver heldurðu að vinni hlaupið um helgina?Það er erfitt að segja til um það hver vinnur, það eru svo oft óvæntir aðilar sem koma mikið á óvart og slá í gegn. En það eru nokkrir reynsluboltar þarna sem verður gaman að fylgjast með. Friðrik Benediktsson frá Vestmannaeyjum hefur til dæmis verið að æfa vel undir leiðsögn eins besta Bakgarðsþjálfara heims og það verður gaman að sjá hvort það skili sér. Aðrir sem verður gaman að fylgjast með eru Egill Trausti Ómarsson en hann er 105 kg af kjöti en er rosalegur íþróttamaður og gæti náð langt um helgina. Svo verður gaman að sjá Gunnar Marteinsson sem hefur mikla reynslu af löngum fjallahlaupum, hann gæti átt mikið inni í svona keppni. Kvenna megin gæti verið skemmtileg keppni á milli Mari Jaersk, Elísu Kristinsdóttur og Hildar Guðnýjar Káradóttur en þær hafa allar verið sterkar síðustu ár í þessari keppni. Það hefði verið gaman ef Marlena Radziszewska hefði tekið þátt í ár, en hún hefur unnið síðustu tvö skipti sem hún hefur tekið þátt. Hvað heldurðu að það verði hlaupið lengi í hlaupinu um helgina?Þetta verður gott og langt hlaup um helgina, en ef verður verður gott þá gæti vel verið að þetta fari upp að 40 hringjum eða um 269 km. Er einhver sem þú heldur að muni koma á óvart? Ég held að Jósep Magnússon, Borgnesingur, gæti verið sterkur í þessu um helgina. Hann er frábær og mjög reyndur hlaupari. Gaman að sjá hann skráðan í svona keppni. Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðshlaupið?Það eru nokkrir hlutir sem maður getur ímyndað sér að séu erfiðastir. Svefnleysið og næturkuldi koma fyrst upp í hugann. Fólk er mis gott að díla við svefnleysi og það er alls ekki fyrir alla. Svo er næringin eitthvað sem fólk verður að passa vel upp á. Það getur verið erfitt að troða ofan í sig næringu yfir nóttina eftir kannski 100-200 km hlaup. Horfðir þú á Mari, heimildarmyndina á Stöð 2 um ofurhlauparann Mari?Heldur betur! Þetta er bara ein mesta skemmtun sem ég hef séð lengi. Maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann við að horfa á þetta. Mari er auðvitað yndisleg og gefur svo mikið af sér til hlaupa samfélagsins. Hún hefur ótrúlega sögu og það er gaman að hún hafi fengið að segja hana á svona flottan hátt. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Elísa Kristinsdóttir sem lenti í öðru sæti í síðustu keppni í vetur mætir sterk til leik um helgina eftir mikinn undirbúning. Flóki Halldórsson sem lenti í þriðja sæti í síðustu keppni lætur sig ekki vanta en hann er einn okkar reynslumesti Bakgarðshlaupari. Auk þess mun Jivee frá Filipseyjum mæta til leiks, en hann hljóp 80 hringi í fyrra, eða 536 kílómetra. Fleiri nöfn eru á listanum fyrir hlaup helginnar; Eyjamaðurinn Friðrik Benediktsson, Andri Guðmundsson, Sif Sumarliðadóttur, Rúna Rut og Margrét Jónsdóttir. Vísir fékk nokkrar stórstjörnur úr hlaupaheiminum til að rýna aðeins í hlaupið um helgina: Hildur Aðalsteinsdóttir ofurhlaupari Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup til fylgjast með? Bakgarðurinn er skemmtilega uppsett að því leiti að það gerir auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með, þú getur áætlað hvenær keppendur klára hringinn og verið mættur á hliðarlínuna til að hvetja þau áfram. Það er líka gott aðgengi að keppendum á meðan þau hlaupa, svo þú getur tekið göngutúr og hvatt þau einnig á meðan keppni stendur. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum? Ég hef tekið þátt í bæði og get sagt að munurinn er töluverður. Ef ég byrja almennt þá þarftu að vera með sterkan haus í Ultra og Bakgarðshlaupum, andlega þarftu að vera tilbúin að gefa líkama og sál í hlaupið. Það hefur sýnt sig að ef þú ert með sterkan haus og háan sársaukaþröskuld þá getur þú komið sjálfum þér á óvart og farið lengra en þú bjóst við. Því á einhverjum tímapunkti í hlaupinu verður þetta vont og þú þarft að geta litið fram hjá því og haldið áfram. Bakgarðurinn er þægilegt og öruggt í þeim skilningi að þú hleypur 6.7 km hring og ert síðan komin í mark, þú kemst í dótið þitt og hittir aðstoðarmann eftir hvern hring. Þú hleypur með vinum þínum án þess beint að vera keppa við þá, allir með sama markmið að komast eins langt og það getur. Það sem tekur held ég mest á í Bakgarðinum er stoppið á milli hringja, þú þarft að passa að kólna ekki niður, ná að hvíla þig og borða fyrir næsta hring. Svo stoppinn á milli geta verið krefjandi en ef þú ert með góðan aðstoðarmann sem skiptir lykilmáli þá ertu í góðum málum. Í fjalla/ultra hlaupum á Íslandi t.d. Hengill 100 km eða mílur, Súlur 100 km eða önnur fjallahlaup erlendis, hlauparar í slíku hlaupum þurfa að fara upp brattar brekkur, tæknileg niðurhlaup og hlaup eru oft í grýttu undirlagi í hvaða veðri sem er og tíma sólarhrings. Síðan getur verið ansi einmanalegt þar sem þú hittir kannski engan hlaupara í langan tíma. Þú kemst einu sinni til tvisvar sinnum í drop off pokann þinn og hittir kannski aðstoðarmann þinn tvisvar ef þú ert svo heppinn að vera með slíkan. Það sem þú græðir á fjallahlaupum er að þú hleypur aldrei sömu vegalengdina svo þú ert alltaf að sjá eitthvað nýtt, getur stoppað þegar þú vilt til að borða og sofa en auðvitað eru líka tímamörk. Í Ultra hlaupi þá velur þú hvaða vegalengd þú vilt fara og þarft að ná í mark. Í Bakgarðinum ertu kannski með einhverja hugmynd um hversu marga hringi þú vilt fara en veist samt ekki hvað líkaminn mun gefa þér þann daginn. Hver heldur þú að vinni hlaupið um helgina?Stórt er spurt! Keppnin í ár er ansi sterk. Af íslensku keppendum eiga Þorleifur (50) Mary (43) og síðan Elísa (37) flesta hringi. Síðan er Jivee Tolentino frá Filippseyjum sem á (81) hring. Líklega munu þau hlaupa lengst en maður veit aldrei það er það skemmtilega við keppnina. Eins og hefur sýnt sig þá hefur keppendur sem hafa kannski aldrei hlaupið meira en 50 km endað á að hlaupa 200 km í keppni svo það gæti vel verið að það fari svo um helgina. Er einhver keppandi sem þú heldur að muni koma á óvart? Ég hef fylgst með undirbúningstímabili hjá mörgum fyrir keppni í gegnum Strava og Instagram. Það eru margir búnir að æfa vel og eru tilbúin til að fara langt í keppninni. Hef trú á Rúnu Rut sem á í dag 24 hringi held hún fari yfir 30 hringi og síðan hef ég fylgst með Margréti Jónsdóttir, held hún nái líka 30+ hringjum. Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðinn: Að hætta og ná ekki markmiðinu sínu. Það er svo margt sem getur komið upp á í löngum hlaupum og það er allt sárt að ná ekki sínum markmiðum. Horfðir þú á heimildarmynd um ofurkonu hana Mari? Já ég horfði, hjartnæm mynd af hugrakkri hlaupakonu. Mæli með að allir gefi sér tíma í að horfa á !! Ósk Gunnarsdóttir, ofurhlaupari og útvarpskona á FM957 Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup?Það er ekkert annað þessu líkt. Að fylgjast með fólki hlaupa í sólahring jafnvel í nokkra daga er bara sturluð skemmtun og hrikalega spennandi! Það er hreinlega bara smá Survivor stemning í þessu og ekkert endilega þeir sem að eru í besta forminu sem vinna heldur þeir sem eru með sterkasta hausinn. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum?Stóri munurinn er vissulega sá að í ultra hlaupi hvort sem það er 55km eða 160km þá veistu lengdina fyrirfram og setur upp ákveðið plan í hausnum með það. En í bakgarðinum setur fólk sér oft markmið en í raun hver og einn að eiga sitt hlaup og sína vegalengd. Enginn veit í rauninni hvað hann fer langt fyrr en þetta hefst. Það er alltaf stóra spurninginn með dagsformið t.d. segjum sem svo að einhver setji sér markmið upp á 35 hringi (234 km) en ef það eru bara tveir hlauparar eftir og sá sem er með þér hættir í hring 32 þá þarft þú að klára keppni í 33 þó svo að þitt markmið og stefna hafi verið að fara lengra. Annar stór munur er að í ultra hlaupum ferðu oftast frá punkti A til B og þar er endamark. Í bakgarðinum ertu að hlaupa sama hringinn aftur og aftur, stígandi í sama pollinn þrjátíu sinnum sem getur tekið vel á. Það er ekkert endamark í bakgarðinum - endamarkið er í hausnum á þér. Hver heldurðu að vinni hlaupið um helgina? Vá þetta er alltof erfið spurning en ég held að við séum að fara að horfa á mest spennandi Bakgarðshlaupið hingað til. Það eru svo margir hlauparar í þessari senu svo gríðarlega sterkir. Minn one to watch listi um helgina er auðvitað ofurhausinn Mari Jarsk, Jivee hlaupalegend frá Írlandi mun líka sína hvað í sér býr, Elísa mun ná lengra en síðast en svo eru nöfn eins og Andri Guðmundsson og Margrét Th. Jónsdóttir sem eiga eftir að stimpla sig inn held ég, ég er mjög svo spennt að sjá hvað þau tækla marga hringi. Hvað heldurðu að það verði hlaupið lengi í hlaupinu um helgina?Þetta verður lengsta hlaupið hingað til giska ég á. Íslandsmetið er 50 hringir en ég held að það verði slegið og einhverjir detti í 60 hringi svo það er til mánudagskvölds ca. Það er auðvitað sturlað en þetta lið sem er að taka þátt núna og standið á þeim er rosalegt!Jiive er ekki buin að bóka sér gistingu hér á landi fyrr en á miða heyrði ég, veit svo sem ekkert með það, en hey! það gæti allt hreinlega gerst í þessu. Er einhver sem þú heldur að muni koma á óvart? Við vitum hvað Mari og Elísa til dæmis geta en ég held að Andri Guðmunds muni stimpla sig inn í Bakgarðssenuna í þessu hlaupi Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðshlaupið? Að mínu mati er það fyrsta nóttin, enda hætti ég þar en um leið og myrkrið kom varð allt þúsund sinnum erfiðara. Horfðir þú á Mari, heimildarmyndina á Stöð 2 um ofurhlauparann Mari? Auðvitað horfði ég á hana og búin að horfa á hana tvisvar núna. Fór á frumsýninguna í fullum sal af fólki svo ég hélt haus en í annað skiptið grenjaði ég vel. Nei sko ég þekki nú þessa mögnuðu konu og kynntist henni í Bakgarðinum í fyrra. Hún var ekki bara að keppa sitt hlaup hún tók alla með sér. Þegar fólk í hennar nánasta hring var að bugast í brautinni leiddi hún þau bókstaflega og kom þeim í gegnum sín markmið. Eftir að hafa upplifað það og sjá hversu mögnuð manneskja hún er þá er hún klárlega mín fyrirmynd i bakgarðs senunni! Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari og eigandi UltraForm. Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup (til að fylgjast með)? Mjög góð spurning, ég hugsa að það sé sennilega tengt því að allir geta farið nokkra Bakgarðshringi sem grípur þá áhuga hjá fólki og svo er alltaf eitthvað við það að sjá útfærslur, þjáningi og gleðina sem fylgir þessari keppni. Að fara svona langt út fyrir þægindaramann vekur einnig alltaf áhuga fólks og Mari er auðvitað sjónvarpsstjarna og gleðibomba í dag sem fólk vill ekki missa af. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum?Bakgarðurinn er í raun mun öruggara og aðgengilegra hlaup en ultra hlaup þar sem þú veist hringinn, þú veist drykkjarstöðina, þú stjórnar alveg hraða og ákefð og getur auðveldlega breytt klæðnaði í takt við veður og vinda. Ultrahlaupið er oft með meiri ákefð, ef þú stefnir á tíma eða keppir um sæti, meiri hraða og hærri púls sem þýðir oft að meiri líkur séu að hlutir geti farið úrskeiðis. Maginn, orkuleysi, baráttan við veður, undirlag, brekkur o.fl. Margt af þessu getur vissulega komið fram í Bakgarðshlaupi en það gerist oft öðruvísi. Hver heldurðu að vinni hlaupið um helgina?Ef Mari finnur gleðina og hleypur sína keppni þá er hún mjög sigurstrangleg en Þorleifur og Jivee eru mjög öflugir ásamt fleirum. Spurning hvernig Jivee tæklar íslenskar aðstæður. Hvað heldurðu að það verði hlaupið lengi í hlaupinu um helgina? Ég ætla að skjóta á 60-65 hringi í þetta skiptið og giska á að 4-5 einstaklingar brjóti 40 tíma múrinn. Er einhver sem þú heldur að muni koma á óvart?Andri Guðmundsson mun fara langt ef hann verður í góðum gír og ég tel að tvær stúlkur, fyrir utan Mari, fara 33 plús klst. Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðshlaupið? Svefnleysið dregur rosalega mikið úr manni líkamlega jafnt sem andlega, það verður til þess að endurheimtarferlið verður verra og verra og upp koma líkamlegir verkir samhliða andlegri bugun sem oft getur leytt til mótmæla í næringu og jafnvel drykkjar. Þegar þangað er komið er oft stutt eftir. Horfðir þú á Mari, heimildarmyndina á Stöð 2 um ofurhlauparann Mari? Að sjálfsögðu sat ég á fremsta bekki á forsýningu og dáðist að persónuni um leið og ég sá hliðar af henni sem ég hafði ekki séð áður. Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson, ofurhlauparar og hlaðvarpsstjórnendur Út að hlaupa Af hverju er Bakgarðurinn svona vinsælt hlaup (til að fylgjast með)? Bakgarðurinn er vinsæll áhorfs af nokkrum ástæðum. Fólk er spennt og kannski óvant því að sjá hversu lengi fólk endist að hlaupa og svo er líka auðvelt að fylgjast með þegar fólkið sem tekur þátt kemur alltaf á sama stað eftir hvern hring. Þá er mjög gaman að sjá hversu mismunandi aðferðir keppendur nota í næringu, hvíld og strategíu. Hver er munurinn á „venjulegu“ ultra hlaupi og Bakgarðinum?Munurinn er helst sá að þú ert að reyna að keppast um að hætta ekki. Í ultra-hlaupi er vegalengdin ákveðin fyrirfram og fólk keppir í að vera fyrst að klára. En í bakgarðinum skiptir kannski ekki máli hversu hratt þú ferð, heldur hversu lengi þú endist að hlaupa sama hringinn aftur og aftur, stundum í marga daga! Hver heldurðu að vinni hlaupið um helgina?Það er erfitt að segja til um það hver vinnur, það eru svo oft óvæntir aðilar sem koma mikið á óvart og slá í gegn. En það eru nokkrir reynsluboltar þarna sem verður gaman að fylgjast með. Friðrik Benediktsson frá Vestmannaeyjum hefur til dæmis verið að æfa vel undir leiðsögn eins besta Bakgarðsþjálfara heims og það verður gaman að sjá hvort það skili sér. Aðrir sem verður gaman að fylgjast með eru Egill Trausti Ómarsson en hann er 105 kg af kjöti en er rosalegur íþróttamaður og gæti náð langt um helgina. Svo verður gaman að sjá Gunnar Marteinsson sem hefur mikla reynslu af löngum fjallahlaupum, hann gæti átt mikið inni í svona keppni. Kvenna megin gæti verið skemmtileg keppni á milli Mari Jaersk, Elísu Kristinsdóttur og Hildar Guðnýjar Káradóttur en þær hafa allar verið sterkar síðustu ár í þessari keppni. Það hefði verið gaman ef Marlena Radziszewska hefði tekið þátt í ár, en hún hefur unnið síðustu tvö skipti sem hún hefur tekið þátt. Hvað heldurðu að það verði hlaupið lengi í hlaupinu um helgina?Þetta verður gott og langt hlaup um helgina, en ef verður verður gott þá gæti vel verið að þetta fari upp að 40 hringjum eða um 269 km. Er einhver sem þú heldur að muni koma á óvart? Ég held að Jósep Magnússon, Borgnesingur, gæti verið sterkur í þessu um helgina. Hann er frábær og mjög reyndur hlaupari. Gaman að sjá hann skráðan í svona keppni. Hvað er erfiðasti hlutinn við Bakgarðshlaupið?Það eru nokkrir hlutir sem maður getur ímyndað sér að séu erfiðastir. Svefnleysið og næturkuldi koma fyrst upp í hugann. Fólk er mis gott að díla við svefnleysi og það er alls ekki fyrir alla. Svo er næringin eitthvað sem fólk verður að passa vel upp á. Það getur verið erfitt að troða ofan í sig næringu yfir nóttina eftir kannski 100-200 km hlaup. Horfðir þú á Mari, heimildarmyndina á Stöð 2 um ofurhlauparann Mari?Heldur betur! Þetta er bara ein mesta skemmtun sem ég hef séð lengi. Maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann við að horfa á þetta. Mari er auðvitað yndisleg og gefur svo mikið af sér til hlaupa samfélagsins. Hún hefur ótrúlega sögu og það er gaman að hún hafi fengið að segja hana á svona flottan hátt.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira