Heimildin sem hvarf úr frumvarpi matvælaráðherra Vala Árnadóttir skrifar 2. maí 2024 14:30 Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun