Hvetur fólk til þess að leika sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 11:30 Birna Dröfn leikur sér á hverjum degi og hefur aldrei verið betri. Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira