Rangnick hafnar Bayern München Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:32 Ralf Rangnick ætlar að halda áfram með austurríska landsliðið. Getty/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM. Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30
Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30