Forsetinn minn 2024 Ágústa Árnadóttir skrifar 1. maí 2024 06:30 Er búin að fylgjast með þjóðfélagsmálunum úr fjarlægð í þónokkurn tíma núna. Viljandi úr fjarlægð, því of mikið er búið að gerast sem er algjörlega úr takt við allan veruleika sem ætti að vera sannur. Og þegar maður er á þeirri leið að lækna sjálfa sig af gömlum úreltum, skaðlegum innrætingum og skilyrðingum sem hafa mótað mig sem manneskju á þessari lífsleið þá er það eðlileg afleiðing að leitast við að finna kjarnann og sannleikann í sjálfum sér, og fylgja því sem sálin finnur að er rétt og satt. Og þá meina ég fyrir mig, því það er hver og einn á sinni lífsleið og mín leið er ekki annarra. Á þessari leið minni hef ég náð að heila og heiðra gömul sár á sálinni og hef fengið tækifæri til að öðlast meiri fyllingu í líf mitt en ég hefði nokkurn tímann trúað að væri hægt. Og það er svo merkilegt, að þegar við heilum sárin, losnum við óttann og innrætinguna og leysum okkur úr fjötrum þess sem okkur er sagt að sé hinn eini sanni sannleikur, þá allt í einu förum við að sjá lífið í öðru ljósi. Þegar við förum að velja fyrir okkur sjálf, óháð því sem yfirvaldið segir okkur að velja. Þá fyrst stjórnum við ferðalaginu okkar. En þá förum við líka að sjá valdtakana sem hafa stjórnað okkar lífi í réttu ljósi. Og ég kalla þá valdtaka því þeir taka valdið, það hefur enginn gefið þeim umboð. En þegar aðstæður verða yfirþyrmandi þá gefum við samt valdið til þeirra sem taka það án þess að mótmæla. Og eins og ég sé samfélagið okkar í dag, þá er alveg sama í hvaða átt ég lít..það er allt gjörsamlega úr samhengi, skaðlegt og niðurbrjótandi og fátt sem miðar að því að byggja upp hvorki samfélagið eða fólkið. Það er búið að taka valdið í fjölmiðlum Það er búið að taka valdið í efnahagsmálum og fjármálstjórn landsins Það er búið að taka valdið í heilbrigðiskerfinu Það er búið að taka valdið í löggæslu Það er búið að taka valdið í innflytjendamálum Það er búið að taka valdið í menntamálum Það er búið að innræta algjöra skoðanakúgun Allir innviðir eru maurétnir. Spillingin er orðin svo yfirgengilega augljós og valdtakarnir hafa ekki einu sinni lengur fyrir því að fela hana eða sykurhúða. Kannski þarf ég líka að losa mig við þá tálsýn að trúa því að ég sem íslendingur sem bý í 380.000 manna landi þurfi að hætta að trúa á það kerfi sem ég hélt að væri til staðar? Ég trúði því að við værum þjóð sem værum samhent, dugleg og öll á þeirri leið að byggja upp betra og betra samfélag fyrir okkur. Og að við treystum ákveðnum 63 aðilum úr mismunandi flokkum til að sjá um að vinna þá vinnu fyrir okkur..í okkar umboði..fyrir okkur öll. Og við höfum svo forseta yfir öllu því bákni. Og ef að sú vinna væri unnin af heilindum en ekki af eiginhagsmunakenndum þá værum við að uppskera ríkulega. En sú er alls ekki raunin. Eins og staðan lítur út fyrir mér þá er enginn af þessum aðilum að vinna fyrir okkur. Þeir segja að þeir séu að gera það, og þeir segja það nógu oft til að það festist í huga okkar..og það er þekkt aðferð í sálfræðinni..ef þú segir orðin nógu oft, þá fer fólk að trúa að það sé sannleikurinn. Alveg sama hversu fáránleg orðin eru. Ég þekki ekki eina einustu manneskju sem er sátt við vextina sem þau borga af húsnæðislánunum sínum. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við hækkanirnar á matarverðinu. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að bíða í margar vikur eftir tíma hjá lækni. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við auknar skattbyrðir. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við leikskóla eða skólakerfið. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að ekki sé hægt að setja fjármuni í nauðsynlega innviði en það er gat á ríkissjóði fyrir alla erlenda hælisleitendur. Og langflestir segja ekki neitt. Passa sig á því að hafa ekki skoðun. Hræddir við hakkavélina sem bíður tilbúin að rakka alla niður í svaðið fyrir að fylgja ekki réttu skoðununum. En mér er alveg sama um þessa hakkavél. Mér er ekki sama um landið mitt, börnin mín og barnabörn og þeirra framtíð. Mér langar ekki til að segja við þau að spillingin og erlent auðvald sé búið að kaupa landið okkar og í raun sé engin framtíð hér og að það væri best fyrir þau að pakka í tösku og koma sér sem lengst í burtu því valdtakarnir séu búnir að komast of langt. Ég ætla ekki að sætta mig skoðanalaust við að þau sem við treystum til að fara með stjórnina yfir okkar samfélagi fái að gera það án mótspyrnu. Því þau eiga ekki að gleyma því eina einustu mínútu að þau eru þarna í okkar valdi og fyrir okkur. Þess vegna er enginn vafi í mínum huga hvern ég mun kjósa sem forseta Íslands. Hef fylgst með þessum manni í nokkur ár og ég sé heiðarleikann og sannindin og viljann hjá honum til að gera Íslandi góða hluti, og það er það sem við sem þjóð þurfum nauðsynlega á að halda á þessum tímum. Ég treysti því sem mitt innsæi segir að sé rétt og þess vegna mun Arnar Þór fá mitt atkvæði. Og ég hvet alla til að kynna sér manninn og fyrir hvað hann stendur á arnarthor.is Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Er búin að fylgjast með þjóðfélagsmálunum úr fjarlægð í þónokkurn tíma núna. Viljandi úr fjarlægð, því of mikið er búið að gerast sem er algjörlega úr takt við allan veruleika sem ætti að vera sannur. Og þegar maður er á þeirri leið að lækna sjálfa sig af gömlum úreltum, skaðlegum innrætingum og skilyrðingum sem hafa mótað mig sem manneskju á þessari lífsleið þá er það eðlileg afleiðing að leitast við að finna kjarnann og sannleikann í sjálfum sér, og fylgja því sem sálin finnur að er rétt og satt. Og þá meina ég fyrir mig, því það er hver og einn á sinni lífsleið og mín leið er ekki annarra. Á þessari leið minni hef ég náð að heila og heiðra gömul sár á sálinni og hef fengið tækifæri til að öðlast meiri fyllingu í líf mitt en ég hefði nokkurn tímann trúað að væri hægt. Og það er svo merkilegt, að þegar við heilum sárin, losnum við óttann og innrætinguna og leysum okkur úr fjötrum þess sem okkur er sagt að sé hinn eini sanni sannleikur, þá allt í einu förum við að sjá lífið í öðru ljósi. Þegar við förum að velja fyrir okkur sjálf, óháð því sem yfirvaldið segir okkur að velja. Þá fyrst stjórnum við ferðalaginu okkar. En þá förum við líka að sjá valdtakana sem hafa stjórnað okkar lífi í réttu ljósi. Og ég kalla þá valdtaka því þeir taka valdið, það hefur enginn gefið þeim umboð. En þegar aðstæður verða yfirþyrmandi þá gefum við samt valdið til þeirra sem taka það án þess að mótmæla. Og eins og ég sé samfélagið okkar í dag, þá er alveg sama í hvaða átt ég lít..það er allt gjörsamlega úr samhengi, skaðlegt og niðurbrjótandi og fátt sem miðar að því að byggja upp hvorki samfélagið eða fólkið. Það er búið að taka valdið í fjölmiðlum Það er búið að taka valdið í efnahagsmálum og fjármálstjórn landsins Það er búið að taka valdið í heilbrigðiskerfinu Það er búið að taka valdið í löggæslu Það er búið að taka valdið í innflytjendamálum Það er búið að taka valdið í menntamálum Það er búið að innræta algjöra skoðanakúgun Allir innviðir eru maurétnir. Spillingin er orðin svo yfirgengilega augljós og valdtakarnir hafa ekki einu sinni lengur fyrir því að fela hana eða sykurhúða. Kannski þarf ég líka að losa mig við þá tálsýn að trúa því að ég sem íslendingur sem bý í 380.000 manna landi þurfi að hætta að trúa á það kerfi sem ég hélt að væri til staðar? Ég trúði því að við værum þjóð sem værum samhent, dugleg og öll á þeirri leið að byggja upp betra og betra samfélag fyrir okkur. Og að við treystum ákveðnum 63 aðilum úr mismunandi flokkum til að sjá um að vinna þá vinnu fyrir okkur..í okkar umboði..fyrir okkur öll. Og við höfum svo forseta yfir öllu því bákni. Og ef að sú vinna væri unnin af heilindum en ekki af eiginhagsmunakenndum þá værum við að uppskera ríkulega. En sú er alls ekki raunin. Eins og staðan lítur út fyrir mér þá er enginn af þessum aðilum að vinna fyrir okkur. Þeir segja að þeir séu að gera það, og þeir segja það nógu oft til að það festist í huga okkar..og það er þekkt aðferð í sálfræðinni..ef þú segir orðin nógu oft, þá fer fólk að trúa að það sé sannleikurinn. Alveg sama hversu fáránleg orðin eru. Ég þekki ekki eina einustu manneskju sem er sátt við vextina sem þau borga af húsnæðislánunum sínum. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við hækkanirnar á matarverðinu. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að bíða í margar vikur eftir tíma hjá lækni. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við auknar skattbyrðir. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við leikskóla eða skólakerfið. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að ekki sé hægt að setja fjármuni í nauðsynlega innviði en það er gat á ríkissjóði fyrir alla erlenda hælisleitendur. Og langflestir segja ekki neitt. Passa sig á því að hafa ekki skoðun. Hræddir við hakkavélina sem bíður tilbúin að rakka alla niður í svaðið fyrir að fylgja ekki réttu skoðununum. En mér er alveg sama um þessa hakkavél. Mér er ekki sama um landið mitt, börnin mín og barnabörn og þeirra framtíð. Mér langar ekki til að segja við þau að spillingin og erlent auðvald sé búið að kaupa landið okkar og í raun sé engin framtíð hér og að það væri best fyrir þau að pakka í tösku og koma sér sem lengst í burtu því valdtakarnir séu búnir að komast of langt. Ég ætla ekki að sætta mig skoðanalaust við að þau sem við treystum til að fara með stjórnina yfir okkar samfélagi fái að gera það án mótspyrnu. Því þau eiga ekki að gleyma því eina einustu mínútu að þau eru þarna í okkar valdi og fyrir okkur. Þess vegna er enginn vafi í mínum huga hvern ég mun kjósa sem forseta Íslands. Hef fylgst með þessum manni í nokkur ár og ég sé heiðarleikann og sannindin og viljann hjá honum til að gera Íslandi góða hluti, og það er það sem við sem þjóð þurfum nauðsynlega á að halda á þessum tímum. Ég treysti því sem mitt innsæi segir að sé rétt og þess vegna mun Arnar Þór fá mitt atkvæði. Og ég hvet alla til að kynna sér manninn og fyrir hvað hann stendur á arnarthor.is Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun