Gaman væri að einhver gerði tölvuleik (app) þar sem fólk gæti spreytt sig á að lifa á örorkubótum.
Það væri mjög gaman að sjá alþingismenn spreyta sig á því og ætti að gera að skildu.
Það mætti setja allskonar skemmtilegar áskoranir inn, til að velja úr: Húsleiga, börn, lyfjakostnaður, allskonar óvænt útgjöld, íþrótta og tómstundastarf barna, alveg endalausir möguleikar.
Hér er grunnur til að byggja á, það er engin möguleiki á aukatekjum eða annari innkomu, nema lánum eða gjöfum frá hjálparsamtökum.
Örorkulífeyrir, á ekki maka, býr ein, ekkert barn, aldur við fyrstu örorku 18 ára, 100% skattkort, engar aðrar tekjur.
Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði
- Örorkulífeyrir 63.020 kr.
- Aldursviðbót 63.020 kr.
- Tekjutrygging 201.807 kr
- Heimilisuppbót 68.213 kr.
- Framfærsluuppbót 66.920 kr.
- Samtals frá TR fyrir skatt 462.980 kr.
- Frádreginn skattur (1. og 2. skattþrep) 146.841 kr.
- Persónuafsláttur af greiðslum TR 64.926 kr.
- Samtals frá TR eftir skatt 381.065 kr
- Örorkulífeyrir samkvæmt nýju greiðslukerfi 467.000 kr fyrir skatt
- Breyting: +4.020 kr á mánuði
- Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2025
Örorkulífeyrir, á maka, býr ekki ein, ekkert barn, aldur við fyrstu örorku 18 ára, 100% skattkort, engar aðrar tekjur.
Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði
- Örorkulífeyrir 63.020 kr.
- Aldursviðbót 63.020 kr.
- Tekjutrygging 201.807 kr.
- Framfærsluuppbót 48.881 kr.
- Samtals frá TR fyrir skatt 376.728 kr.
- Frádreginn skattur (1. og 2. skattþrep) 118.594 kr.
- Persónuafsláttur af greiðslum TR 64.926 kr.
- Samtals frá TR eftir skatt 323.060 kr
- Örorkulífeyrir samkvæmt nýju greiðslukerfi 410.000 kr fyrir skatt
- Breyting: +33.272 kr á mánuði
- Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2025
Reiknivél af vef Tryggingarstofnun
Reiknivél Umboðsmanns skuldara, Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara
Reiknivél vegna fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu
Góða skemmtun.
P.S. Þetta eru raun tölur sem raunverulegt fólk þarf að lifa við og á ekki aðra möguleika, það velur sér engin að lifa við þessi kjör.”
Höfundur er öryrki.