„Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 23:15 Finnur Freyr þarf að skerpa á ýmsum hlutum fyrir næsta leik Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar deildarmeistararnir lutu í gras á heimavelli gegn Njarðvík, 84-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira