Thiago Silva hættir hjá Chelsea en vonast til að synirnir spili þar áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 15:31 Thiago Silva vann Meistaradeildina með Chelsea sem tókst ekki í mörg ár hans hjá Paris Saint Germain. Getty/Darren Walsh Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun kveðja Chelsea eftir þetta tímabil en samningur hans rennur úr í sumar og verður ekki endurnýjaður. Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandinu og eins er slúðrað um það að hann fari til AC Milan. Þessi 39 ára gamli leikmaður er alla vega ekki hættur. Thiago Silva will leave Chelsea at the end of the Premier League season 🔵👇pic.twitter.com/NnBWdLpaUG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 29, 2024 „Chelsea skiptir mig miklu máli. Ég kom hingað fyrst með það markmið að vera bara í eitt tímabil en þetta endaði með að vera fjögur ár, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir fjölskyldu mína líka,“ sagði Thiago Silva í viðtali á miðlum Chelsea. Hann kom til Chelsea í ágúst 2020 á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain. Síðan hefur hann spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar UEFA. „Synir mínir spila núna fyrir Chelsea og það fylgir því stolt að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni og nú bókstaflega af því að strákarnir mínir spila hérna núna. Vonandi geta þeir haldið áfram ferli sínum hjá þessu sigursæla félagi sem svo margir vilja spila fyrir,“ sagði Thiago. „Ég hugsa um allt sem ég gerði hjá félaginu þessi fjögur ár. Ég hef alltaf gefið allt mitt en því miður á allt sér upphaf, miðju og endi,“ sagði Thiago. „Það þýðir ekki að þetta sé endirinn. Ég vonast til þess að dyrnar standi opnar fyrir mig í næstu framtíð og ég geti mögulega snúið til baka í öðru hlutverki. Ég vil bara þakka fyrir mig,“ sagði Thiago. Four years, countless memories. A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandinu og eins er slúðrað um það að hann fari til AC Milan. Þessi 39 ára gamli leikmaður er alla vega ekki hættur. Thiago Silva will leave Chelsea at the end of the Premier League season 🔵👇pic.twitter.com/NnBWdLpaUG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 29, 2024 „Chelsea skiptir mig miklu máli. Ég kom hingað fyrst með það markmið að vera bara í eitt tímabil en þetta endaði með að vera fjögur ár, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir fjölskyldu mína líka,“ sagði Thiago Silva í viðtali á miðlum Chelsea. Hann kom til Chelsea í ágúst 2020 á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain. Síðan hefur hann spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar UEFA. „Synir mínir spila núna fyrir Chelsea og það fylgir því stolt að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni og nú bókstaflega af því að strákarnir mínir spila hérna núna. Vonandi geta þeir haldið áfram ferli sínum hjá þessu sigursæla félagi sem svo margir vilja spila fyrir,“ sagði Thiago. „Ég hugsa um allt sem ég gerði hjá félaginu þessi fjögur ár. Ég hef alltaf gefið allt mitt en því miður á allt sér upphaf, miðju og endi,“ sagði Thiago. „Það þýðir ekki að þetta sé endirinn. Ég vonast til þess að dyrnar standi opnar fyrir mig í næstu framtíð og ég geti mögulega snúið til baka í öðru hlutverki. Ég vil bara þakka fyrir mig,“ sagði Thiago. Four years, countless memories. A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira