„Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2024 21:47 Guy Smit, markvörður KR, gerðist sekur um slæm mistök í þriðja marki Breiðabliks í kvöld. vísir / anton brink Guy Smit, markvörður KR, axlar fulla ábyrgð á mistökum sínum í þriðja marki Breiðabliks en vill meina að annað markið hefði ekki átt að standa. Leiknum lauk með 2-3 sigri Breiðabliks. „Vonsvikinn, auðvitað, hefði getað gert betur. Eftir að hafa skoðað mörkin aftur verð ég að taka ábyrgð. Ég held samt að annað markið, ég var nær þessu en allir, veit ekki hvernig það leit út í sjónvarpi eða frá hliðarlínunni en mér fannst hann ekki fara allur inn. Í þriðja markinu hefði ég ekkert átt að fara út úr markinu, ég hélt að ég næði til boltans en ef ég hefði sparkað hefði ég bara tekið manninn held ég. Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð. Verst fyrir liðsfélaga mína sem lögðu hart að sér“ sagði Guy að leik loknum. Það virtist sem hann og miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson hafi misskilið hvorn annan. Axel var á leið í boltann en gaf eftir þegar Guy kom út úr markinu. „Það var kannski [misskilningur] en ég kenni Axeli ekkert um. Þarna öskruðu allir áhorfendur á mig að fara út og ég tók þá ákvörðun. Ég hef ekki séð þetta aftur en ég held að ég hefði bara átt að leyfa Axeli að berjast um boltann, hann er nógu hraður. Það hefði verið rétt ákvörðun en auðvitað auðvelt að segja svona eftir á.“ Guy Smit var afar óstyrkur þegar hann fékk boltann til baka og kom KR-ingum reglulega í vandræði með slökum spyrnum. Skrifaði Hinrik Wöhler eftir 0-1 tap KR gegn Fram í síðasta deildarleik. Það virtist sem þjálfararnir hefðu farið yfir hlutina með honum og sagt Guy að taka engar áhættur, hann lifði eftir því lengst af í leiknum en tók óþarfa áhættu í þriðja markinu margumrædda. „Þetta er nýtt fyrir mér að vera svona ofarlega, við spilum hátt og ég kemst mikið á boltann. Eftir Fram leikinn töluðu þjálfararnir við mig og sögðu bara ‘skjóttu þessu burt’. En ég held að ef ég hefði gert það þarna hefði ég tekið manninn og verið sendur af velli. Þess vegna segi ég, það var röng ákvörðun að fara í úthlaupið“ sagði Guy Smit að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
„Vonsvikinn, auðvitað, hefði getað gert betur. Eftir að hafa skoðað mörkin aftur verð ég að taka ábyrgð. Ég held samt að annað markið, ég var nær þessu en allir, veit ekki hvernig það leit út í sjónvarpi eða frá hliðarlínunni en mér fannst hann ekki fara allur inn. Í þriðja markinu hefði ég ekkert átt að fara út úr markinu, ég hélt að ég næði til boltans en ef ég hefði sparkað hefði ég bara tekið manninn held ég. Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð. Verst fyrir liðsfélaga mína sem lögðu hart að sér“ sagði Guy að leik loknum. Það virtist sem hann og miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson hafi misskilið hvorn annan. Axel var á leið í boltann en gaf eftir þegar Guy kom út úr markinu. „Það var kannski [misskilningur] en ég kenni Axeli ekkert um. Þarna öskruðu allir áhorfendur á mig að fara út og ég tók þá ákvörðun. Ég hef ekki séð þetta aftur en ég held að ég hefði bara átt að leyfa Axeli að berjast um boltann, hann er nógu hraður. Það hefði verið rétt ákvörðun en auðvitað auðvelt að segja svona eftir á.“ Guy Smit var afar óstyrkur þegar hann fékk boltann til baka og kom KR-ingum reglulega í vandræði með slökum spyrnum. Skrifaði Hinrik Wöhler eftir 0-1 tap KR gegn Fram í síðasta deildarleik. Það virtist sem þjálfararnir hefðu farið yfir hlutina með honum og sagt Guy að taka engar áhættur, hann lifði eftir því lengst af í leiknum en tók óþarfa áhættu í þriðja markinu margumrædda. „Þetta er nýtt fyrir mér að vera svona ofarlega, við spilum hátt og ég kemst mikið á boltann. Eftir Fram leikinn töluðu þjálfararnir við mig og sögðu bara ‘skjóttu þessu burt’. En ég held að ef ég hefði gert það þarna hefði ég tekið manninn og verið sendur af velli. Þess vegna segi ég, það var röng ákvörðun að fara í úthlaupið“ sagði Guy Smit að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira