Hoeness er ekki mikill aðdáandi Tuchels og hefur verið ófeiminn við að gagnrýna hann í vetur. Nú síðast sagði Hoeness að Tuchel hefði hvorki viljann né getuna til að bæta leikmenn Bayern. Ummælin fóru illa í stjórann.
„Mér sárnaði mikið sem þjálfara. Ef það er eitthvað sem við í þjálfarateyminu höfum sannað síðustu fimmtán ár er það er alltaf pláss fyrir unga leikmenn á æfingum hjá okkur, og í leikjum ef þeir standa sig,“ sagði Tuchel.
„Við höfum sannað það. Ég botna lítið í þessu. Þetta er tilhæfulaust og svo langt frá raunveruleikanum að ég myndi ekki svara þessu ef þetta kæmi frá öðrum en Uli.“
Tuchel var einnig ósáttur við tímasetninguna á gagnrýninni en Bayern mætir Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.
Tuchel lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Ljóst er að Bayern verður ekki þýskur meistari en Leverkusen tryggði sér titilinn fyrir tveimur vikum.
Bayern vann 2-1 sigur á Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Harry Kane skoraði bæði mörk Bæjara sem eru í 2. sæti deildarinnar.