Bucks kom haltrandi inn í úrslitakeppnina en Giannis Antetokounmpo hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það hefur sést á leik Bucks sem er 2-1 undir í einvíginu þegar þremur leikjum er lokið.
Damian Lillard is "in a walking boot" after suffering strained Achilles and is doubtful for Game 4, per @ShamsCharania pic.twitter.com/RF1TkaEZ9J
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 27, 2024
Þriðji leikur liðanna fór alla leið í framlengingu en þar var Lillard á annarri löppinni vegna meiðsla á hásin. Þar skoraði Tyrese Haliburton sigurkörfu Indiana þegar 1,6 sekúnda var eftir af leiknum.
Hinn 33 ára gamli Lillard skoraði engu að síður 28 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum en verður að öllum líkindum einnig fjarri góðu gamni þegar Buks og Pacers mætast að nýju á mánudaginn kemur, þann 29. apríl.