Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2024 11:30 Þegar Xabi Alonso tók við Bayer Leverkusen var liðið í fallsæti. getty/Alex Gottschalk Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira