Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 93-65 | Ótrúlegur seinni hálfleikur og Keflavík leiðir Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. apríl 2024 18:00 Frammistaða Keflavíkur í síðari hálfleik var hreint út sagt ótrúleg. vísir/Hulda Margrét Keflavík tók í dag á móti Stjörnunni í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Um var að ræða fyrsta leik liðanna og var Stjarnan tíu stigum yfir í hálfleik. Í þeim síðari sýndu deildarmeistararnir allar sínu bestu hliðar og unnu á endanum gríðarlega sannfærandi 28 stiga sigur. Það voru gestirnir í Stjörnunni sem mættu af krafti til leiks og settu fyrstu átta stig leiksins. Það setti svolítið tóninn fyrir það sem koma skyldi í þessum fyrri hálfleik því barátta og elja er það sem einkenndi Stjörnuliðið í fyrri hálfleiknum í dag. Stjarnan var einu skrefi á undan sterku liði Keflavíkur í upphafi leiks og voru gríðarlega öflugar á báðum endum vallarins. Varnarlega náðu þær halda vel aftur af liði Keflavíkur og héldu meðal annars liði Keflavíkur stigalausu í tæpar fimm mínútur frá rúmlega miðjum fyrsta leikhluta og til upphafs annars leikhluta. Stjarnan leiddi nokkuð sanngjarnt þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik og setti Katarzyna Trzeciak flautu þrist til að loka hálfleiknum 36-46. Í þriðja leikhluta mætti allt annað Keflavíkurlið út til leiks heldur en við sáum í fyrri hálfleiknum. Þær mættu vel stilltar og átti Stjarnan enginn svör við leik Keflavíkur. Keflavík vann leikhlutann með 19 stigum og héldu Stjörnunni bara í níu stigum allan leikhlutann. Keflavík fór með 64-55 inn í fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti var meira og minna beint framhald af þeim þriðja. Keflavík sýndi mátt sinn og megin og fór með öruggan sigur af hólmi 93-65. Atvik leiksins Þristurinn frá Daniela Wallen sem kom Keflavík yfir í leiknum virtist brjóta trú Stjörnunnar um að fá eitthvað úr þessum leik. Það var eins og allur vindur færi úr þeim og Keflavík gekk á lagið. Stjörnur og skúrkar Daniela Wallen, Birna Benónýsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru virkilega öflugar í dag fyrir Keflavík. Þær voru allar við 20 stigin og Daniela Wallen stigahæst með 27. Denia Davis-Stewart dró svolítið vagn Stjörnunnar var með sextán stig og reif niður þrettán fráköst að auki. Þetta fjaraði þó svolítið undan eftir því sem á leið hjá Stjörnunni og því fór sem fór. Sannkallaður leikur tveggja hálfleika svo það væri ósanngjarnt að henda einhverjum í skúrk í dag. Dómarinn Davíð Kristján Heiðarsson, Jón Þór Eyþórsson og Birgir Örn Hjörvarsson féldu utan um flautuna hér í dag. Heilt yfir góð frammistaða frá teyminu í dag. Ekkert út á þá að setja og komust vel frá sínu. Stemmingin og umgjörð Hefði viljað sjá fleiri gera sér ferð á þennan leik en miðað við sumardaginn fyrsta og annað þá hafa mögulega einhverjir tekið sér langa helgi. Fullt credit á þau sem mættu hér í dag samt sem áður. Umgjörðin var eins og alltaf fyrsta flokks hérna í Keflavík. Það var vel hugsað um okkur fjölmiðlamenn. „Við þurfum að hafa fyrir öllu ef við ætlum að vinna þrisvar“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Stjarnan er bara gott lið og það er bara erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast og djöflast svo í fyrri hálfleik þá hittu þær rosalega vel,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Við vorum bara algjörlega á hælunum varnarlega og misstum þær framhjá okkur og þær gátu labbað í gegnum vörnina okkar og búið til skot en það var allt annað að sjá til okkar í seinni. Við spiluðum virkilega vel í seinni og spiluðum frábæra vörn, miklu meira bolta flæði og hittnin kom með því.“ Sverrir Þór sagði að þrátt fyrir lélegan fyrri hálfleik hafi hann ekki breytt miklu í hálfleik heldur hafi þetta meira verið hugarfarið sem breyttist. „Nei í raun og veru ekkert þannig, kannski einhverju smá en bara hugarfar. Það býst enginn við því að fara á móti Stjörnunni og halda það að það verði eitthvað auðvelt. Það er bara ekki séns. Það eru svo miklir naglar í þessu liði og bara hörku lið. En það var einhvern veginn í fyrri hálfleik að það væri eins við héldum að við þyrftum ekki að hafa fyrir hlutunum. Við þurfum að hafa fyrir öllu ef við ætlum að vinna þær þrisvar sinnum í þessari úrslitakeppni.“ Sverrir Þór var ekki viss hvort hann hafi skynjað eitthvað vanmat frá sínu liði en fannst eitthvað skrítið í gangi. „Ég veit það ekki en mér fannst eitthvað skrítið í gangi. Ofan á það hvað við vorum að spila illa þá var Stjarnan að spila frábærlega. Það sem stendur upp úr er bara frábær seinni hálfleikur hjá okkur.“ „Við þurfum að vera ákveðnari með boltann“ Arnar Guðjónsson hugsi.Vísir/Diego „Ég hef ekkert einhverja sérstaka trúa á því að loka niðurstaðan segi ekki hvernig körfuboltaleikur er, hann er 40 mínútur og í 40 mínútur voru þær 28 stigum betri en við í dag,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar aðspurður um það hvort loka niðurstaðan í leiknum gæfi rétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. „Við spilum mjög vel í fyrri hálfleik og svo koma þær út í seinni hálfleik og eru grimmari en við. Fara mjög illa með okkur í sóknarfráköstum og fara mjög mikið á vítalínuna og þvinga okkur í mikið af töpuðum boltum.“ Eftir að Keflavík náði forystunni þá mátti finna fyrir því að trú Stjörnunnar fyrir því að ná einhverju úr leiknum minnkaði. „Kannski, við höfum gert þetta áður. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem við spilum við Keflavík jafnt og svo þegar þær fara á ‘run’ og ná aðeins að spýta í lófana að þá höfum við aðeins lent í vandræðum með þær. Þær hafa gert þetta áður, tekið fimmuna sína út farið að spila með fjarka og skipta á öllu og við þurfum að gera betur í að finna leiðir til að komast inn í teiginn og hreyfa þær.“ Arnar sagði að þrátt fyrir að hægt væri að taka fullt jákvætt úr þessu væri líka fullt annað sem mætti taka út úr þessu. „Við þurfum að finna einhverja leið. Við skjótum tveimur vítaskotum í fjórða leikhluta. Við þurfum að koma okkur á línuna betur og passa að þær komist ekki svona auðveldlega á línuna, það gefur auga leið. Við þurfum að vera ákveðnari með boltann. Keflavík gera alltaf það sama og þetta er ekki ‘diss’ en þegar gengur illa þá auka þær ákefðina. Þær gera þetta alltaf og eru mjög góðar í því og við þurfum að bregaðst betur við þeim aðstæðum. Kannski eru svo fleirri en við sem þurfa að bregast við þannig aðstæðum.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík tók í dag á móti Stjörnunni í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Um var að ræða fyrsta leik liðanna og var Stjarnan tíu stigum yfir í hálfleik. Í þeim síðari sýndu deildarmeistararnir allar sínu bestu hliðar og unnu á endanum gríðarlega sannfærandi 28 stiga sigur. Það voru gestirnir í Stjörnunni sem mættu af krafti til leiks og settu fyrstu átta stig leiksins. Það setti svolítið tóninn fyrir það sem koma skyldi í þessum fyrri hálfleik því barátta og elja er það sem einkenndi Stjörnuliðið í fyrri hálfleiknum í dag. Stjarnan var einu skrefi á undan sterku liði Keflavíkur í upphafi leiks og voru gríðarlega öflugar á báðum endum vallarins. Varnarlega náðu þær halda vel aftur af liði Keflavíkur og héldu meðal annars liði Keflavíkur stigalausu í tæpar fimm mínútur frá rúmlega miðjum fyrsta leikhluta og til upphafs annars leikhluta. Stjarnan leiddi nokkuð sanngjarnt þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik og setti Katarzyna Trzeciak flautu þrist til að loka hálfleiknum 36-46. Í þriðja leikhluta mætti allt annað Keflavíkurlið út til leiks heldur en við sáum í fyrri hálfleiknum. Þær mættu vel stilltar og átti Stjarnan enginn svör við leik Keflavíkur. Keflavík vann leikhlutann með 19 stigum og héldu Stjörnunni bara í níu stigum allan leikhlutann. Keflavík fór með 64-55 inn í fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti var meira og minna beint framhald af þeim þriðja. Keflavík sýndi mátt sinn og megin og fór með öruggan sigur af hólmi 93-65. Atvik leiksins Þristurinn frá Daniela Wallen sem kom Keflavík yfir í leiknum virtist brjóta trú Stjörnunnar um að fá eitthvað úr þessum leik. Það var eins og allur vindur færi úr þeim og Keflavík gekk á lagið. Stjörnur og skúrkar Daniela Wallen, Birna Benónýsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru virkilega öflugar í dag fyrir Keflavík. Þær voru allar við 20 stigin og Daniela Wallen stigahæst með 27. Denia Davis-Stewart dró svolítið vagn Stjörnunnar var með sextán stig og reif niður þrettán fráköst að auki. Þetta fjaraði þó svolítið undan eftir því sem á leið hjá Stjörnunni og því fór sem fór. Sannkallaður leikur tveggja hálfleika svo það væri ósanngjarnt að henda einhverjum í skúrk í dag. Dómarinn Davíð Kristján Heiðarsson, Jón Þór Eyþórsson og Birgir Örn Hjörvarsson féldu utan um flautuna hér í dag. Heilt yfir góð frammistaða frá teyminu í dag. Ekkert út á þá að setja og komust vel frá sínu. Stemmingin og umgjörð Hefði viljað sjá fleiri gera sér ferð á þennan leik en miðað við sumardaginn fyrsta og annað þá hafa mögulega einhverjir tekið sér langa helgi. Fullt credit á þau sem mættu hér í dag samt sem áður. Umgjörðin var eins og alltaf fyrsta flokks hérna í Keflavík. Það var vel hugsað um okkur fjölmiðlamenn. „Við þurfum að hafa fyrir öllu ef við ætlum að vinna þrisvar“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Stjarnan er bara gott lið og það er bara erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast og djöflast svo í fyrri hálfleik þá hittu þær rosalega vel,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Við vorum bara algjörlega á hælunum varnarlega og misstum þær framhjá okkur og þær gátu labbað í gegnum vörnina okkar og búið til skot en það var allt annað að sjá til okkar í seinni. Við spiluðum virkilega vel í seinni og spiluðum frábæra vörn, miklu meira bolta flæði og hittnin kom með því.“ Sverrir Þór sagði að þrátt fyrir lélegan fyrri hálfleik hafi hann ekki breytt miklu í hálfleik heldur hafi þetta meira verið hugarfarið sem breyttist. „Nei í raun og veru ekkert þannig, kannski einhverju smá en bara hugarfar. Það býst enginn við því að fara á móti Stjörnunni og halda það að það verði eitthvað auðvelt. Það er bara ekki séns. Það eru svo miklir naglar í þessu liði og bara hörku lið. En það var einhvern veginn í fyrri hálfleik að það væri eins við héldum að við þyrftum ekki að hafa fyrir hlutunum. Við þurfum að hafa fyrir öllu ef við ætlum að vinna þær þrisvar sinnum í þessari úrslitakeppni.“ Sverrir Þór var ekki viss hvort hann hafi skynjað eitthvað vanmat frá sínu liði en fannst eitthvað skrítið í gangi. „Ég veit það ekki en mér fannst eitthvað skrítið í gangi. Ofan á það hvað við vorum að spila illa þá var Stjarnan að spila frábærlega. Það sem stendur upp úr er bara frábær seinni hálfleikur hjá okkur.“ „Við þurfum að vera ákveðnari með boltann“ Arnar Guðjónsson hugsi.Vísir/Diego „Ég hef ekkert einhverja sérstaka trúa á því að loka niðurstaðan segi ekki hvernig körfuboltaleikur er, hann er 40 mínútur og í 40 mínútur voru þær 28 stigum betri en við í dag,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar aðspurður um það hvort loka niðurstaðan í leiknum gæfi rétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. „Við spilum mjög vel í fyrri hálfleik og svo koma þær út í seinni hálfleik og eru grimmari en við. Fara mjög illa með okkur í sóknarfráköstum og fara mjög mikið á vítalínuna og þvinga okkur í mikið af töpuðum boltum.“ Eftir að Keflavík náði forystunni þá mátti finna fyrir því að trú Stjörnunnar fyrir því að ná einhverju úr leiknum minnkaði. „Kannski, við höfum gert þetta áður. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem við spilum við Keflavík jafnt og svo þegar þær fara á ‘run’ og ná aðeins að spýta í lófana að þá höfum við aðeins lent í vandræðum með þær. Þær hafa gert þetta áður, tekið fimmuna sína út farið að spila með fjarka og skipta á öllu og við þurfum að gera betur í að finna leiðir til að komast inn í teiginn og hreyfa þær.“ Arnar sagði að þrátt fyrir að hægt væri að taka fullt jákvætt úr þessu væri líka fullt annað sem mætti taka út úr þessu. „Við þurfum að finna einhverja leið. Við skjótum tveimur vítaskotum í fjórða leikhluta. Við þurfum að koma okkur á línuna betur og passa að þær komist ekki svona auðveldlega á línuna, það gefur auga leið. Við þurfum að vera ákveðnari með boltann. Keflavík gera alltaf það sama og þetta er ekki ‘diss’ en þegar gengur illa þá auka þær ákefðina. Þær gera þetta alltaf og eru mjög góðar í því og við þurfum að bregaðst betur við þeim aðstæðum. Kannski eru svo fleirri en við sem þurfa að bregast við þannig aðstæðum.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti