„Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:33 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson var svekktur með 3-0 tap FH gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann ræddi leikinn allan, rauða spjaldið sem hefði að hans mati ekki farið á loft í fyrra og félagaskiptaglugga FH við blaðamenn eftir leik. „Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum. Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum.
Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47