Auglýsa eftir „eiganda“ fjármuna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2024 20:30 Aníta Auðunsdóttir er lögmaður hjá Magna lögmenn. Vísir/Steingrímur Dúi Skiptastjóri veit ekki hvað skal gera með fjármuni sem fundust í búi félags þar sem engin gögn eru til. Geri enginn tilkall til fjármunanna mun skiptastjórinn þurfa sjálfur að velja góðgerðarfélag sem fær peningana. Upp er komin skrítin staða við slit lögmanns á búi Apótekarafélags Íslands. Verið er að slíta þessu rúmlega fimmtíu ára gamla félagi þar sem enginn er skráður í forsvari fyrir það en engin gögn finnast um félagið. Engin stofngögn, engin fundargögn, ekki neitt. Í búinu fundust fjármunir og þar sem engin gögn eru til um félagið, er óvíst hvað verður um þá. „Við gripum þeirra aðgerða, því þetta er félag frá 1970, að kanna hvort einhver gögn, samþykktir, stofngögn eða annað myndi finnast á Þjóðskjalasafninu. Sú vinna bar ekki árangur og að þeirri ástæðu var ákveðið að birta áskorun í Lögbirtingablaðinu því einhver kann að hafa þessi gögn í fórum sér,“ segir Aníta. Enda annars hjá góðgerðarfélagi Hún segist aldrei hafa lent í svipaðri stöðu áður en finnist engin gögn um félagið er það undir henni komið að velja góðgerðafélag sem fjármunirnir renna til. „Reglur ná utan um þetta, ef enginn gefur sig fram sem telur sig hafa tilkall til eigna félagsins á grundvelli samþykktar eða stofnsamnings þá verður sú leið farin með vísan til meginreglna félagaréttar að skiptastjóri hreinlega ákveði hvert fjármunir búsins renna við skiptalok,“ segir Aníta. Liggja mögulega ofan í skúffu Hún vonast til þess að gögnin finnist. „Mögulega liggja þau í skúffu einhvers staðar og það er það sem við erum að falast eftir með þessari áskorun, að einhver komi með gögn til okkar,“ segir Aníta. Að einhver opni rykuga skúffu og finni þetta? „Já, akkúrat.“ Lögmennska Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Upp er komin skrítin staða við slit lögmanns á búi Apótekarafélags Íslands. Verið er að slíta þessu rúmlega fimmtíu ára gamla félagi þar sem enginn er skráður í forsvari fyrir það en engin gögn finnast um félagið. Engin stofngögn, engin fundargögn, ekki neitt. Í búinu fundust fjármunir og þar sem engin gögn eru til um félagið, er óvíst hvað verður um þá. „Við gripum þeirra aðgerða, því þetta er félag frá 1970, að kanna hvort einhver gögn, samþykktir, stofngögn eða annað myndi finnast á Þjóðskjalasafninu. Sú vinna bar ekki árangur og að þeirri ástæðu var ákveðið að birta áskorun í Lögbirtingablaðinu því einhver kann að hafa þessi gögn í fórum sér,“ segir Aníta. Enda annars hjá góðgerðarfélagi Hún segist aldrei hafa lent í svipaðri stöðu áður en finnist engin gögn um félagið er það undir henni komið að velja góðgerðafélag sem fjármunirnir renna til. „Reglur ná utan um þetta, ef enginn gefur sig fram sem telur sig hafa tilkall til eigna félagsins á grundvelli samþykktar eða stofnsamnings þá verður sú leið farin með vísan til meginreglna félagaréttar að skiptastjóri hreinlega ákveði hvert fjármunir búsins renna við skiptalok,“ segir Aníta. Liggja mögulega ofan í skúffu Hún vonast til þess að gögnin finnist. „Mögulega liggja þau í skúffu einhvers staðar og það er það sem við erum að falast eftir með þessari áskorun, að einhver komi með gögn til okkar,“ segir Aníta. Að einhver opni rykuga skúffu og finni þetta? „Já, akkúrat.“
Lögmennska Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum