United komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Rauðu djöflarnir komust í 3-0 í leiknum en Coventry kom til baka, jafnaði og þeir bláu héldu svo að þeir væru komnir áfram þegar Victor Torp skoraði í uppbótartíma framlengingarinnar. Markið var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu.
Alls voru 83.672 á leiknum á Wembley í gær. Einn þeirra kom lengra að en aðrir. Ochirvaani Batbold hjólaði nefnilega alla leið frá Mongólíu á Wembley.
Ferðalag Batbolds tók alls ellefu mánuði en hann lagði mikið á sig til að komast á sinn fyrsta leik með United.
Batbold gleymir honum ekki í bráð enda var leikurinn mikil skemmtun og ótrúlega sveiflukenndur.
United mætir Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 25. maí næstkomandi.