Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 20:31 Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira